Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Qupperneq 16
Formlega hefur lögmaður ekki stöðu málflytjanda, eftir að hann er kominn
út úr dómsalnum. I réttarsalnum nýtur hann dónrhelgi, hann getur, má og
verður að segja allt það, sem verða má skjólstæðingi hans til framdráttar, að
sjálfsögðu að teknu tilliti til ákvæða siðareglna og laga. Lögmaður verður og að
hafa í huga ákvæði 19. gr. siðareglna, áður 18. gr., það er:
Lögmaður skal sýna dómstólum fulla tillitssemi og virðingu í ræðu, riti og fram-
komu.
Lögmaður skal eftir sem áður gæta hagsmuna skjólstæðings síns fyrir dómi af fullri
einurð og heiðarleika og án tillits til eigin hagsmuna eða hagsmuna annarra.9
Utan réttarsalarins nýtur lögmaðurinn ekki dómhelgi. Samt sem áður getur
hann verið í þeirri stöðu að þurfa eða verða að segja allt það sama utan réttar
og hann áður sagði fyrir réttinum. Kröfur 1. gr. siðareglnanna eru strangar og
ekki alltaf auðvelt að verða við þeim. Lögmanninum ber líka að hafa í huga
eftirfarandi ákvæði siðareglna:
34. gr.
Lögmaður skal sýna gagnaðilum skjólstæðinga sinna fulla virðingu í ræðu, riti og
framkomu og þá tillitssemi sem samrýmanleg er hagsmunum skjólstæðinganna.
Að þessu öllu gættu vaknar spurningin: Mátti lögmaðurinn segja utan réttar,
að skjólstæðingur hans væri saklaus? Mátti hinn sýknaði maður sjálfur segja, að
hann væri saklaus?
Ef við játum hinum sýknaða manni rétti til þess að segja að hann væri
saklaus, mátti þá verjandi hans endurtaka utan réttar, það sem hann hafði sagt
innan réttar, mátti hann segja, að hinn ákærði væri saklaus, ekki bara að sekt
hans hefði ekki verið sönnuð, og síðan að hann hefði verið sýknaður?10 Ég á
ekki svar við spumingunni um það, að hve miklu leyti lögmaður hefur rétt til
þess að tjá sig á sama hátt og skjólstæðingurinn.
Niðurstöður stofnana Evrópuráðsins í málum, sem varða lögmenn
Mál Schöpfer gegn Sviss
Mannréttindadómstóll Evrópu sýnist aðeins tvisvar hafa þurft að fjalla um mál, sem
vörðuðu sérstaklega tjáningarfrelsi lögmanna. Fyrri dómurinn var í máli Schöpfer
9 2. mgr. 18. gr. siðareglna var svohljóðandi: „Gagnrýni á störf og starfsháttu dómstóla má einungis
hafa uppi á faglegum og málefnalegum grundvelli". Tekið eftir útgáfu Lögmannafélags fslands,
sem dreift var meðal lögmanna vegna aðalfundar árið 2000.
10 Hafa verður í huga það sem áfrýjandi hefur sagt í blaðagrein eftir dóminn, að hann hafi ekki vitað
fremur en aðrir, hvort kærandinn hefði sagt ósatt og hinn ákærði satt, sbr. það sem áður segir.
Áfrýjandi mun og ekki hafa notað það orðalag, að hinn ákærði væri saklaus, sjá umfjöllun í kafla 3.
210