Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 34
upplýsingum, þegar kaup og sala verðbréfa á sér stað. Þannig geta fjárfestar treyst því að viðskipti aðila séu gerð á jafnræðisgrundvelli en ekki þannig að annar aðilinn í viðskiptunum hafi forskot vegna þess að hann hafi betri aðgang að upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins. Þriðja grundvallarsjónarmiðið að baki reglunum er raunar samofið hinum tveimur fyrstnefndu og er einnig ætlað að vemda fjárfesta. Reglunum er ætlað að tryggja öryggi í viðskiptunum, sbr. 3. tl. 11. gr. khl. Fyrmefndum reglum um skráningarlýsingu, viðvarandi upplýsingaskyldu og skipulagt viðskipta- og upplýsingakerfi er ætlað að tryggja öryggi í viðskiptunum. Starfsemi kauphalla stuðlar að því að viðskiptin séu gerð á réttum grundvelli og að samningar um kaup og sölu séu skýrir. I samanburði við verðbréfaviðskipti á öðmm vettvangi en í kauphöll og öðrum skipulögðum verðbréfamörkuðum má segja að þau séu ótryggari þar sem ekki er fyrir hendi miðlægt viðskipta- og upplýsingakerfi. Aðgengi að upplýsingum um útgefanda er misjafnt og upplýsinga verður að leita á fleiri stöðum. Þá má nefna að umsjónar- og eftirlitshlutverk kauphalla með skráningum og viðskiptum með verðbréf leiða til aukins öryggis í við- skiptunum. Nátengt þessu síðastnefnda sjónarmiði um öryggi í verðbréfaviðskiptum eru þær reglur laganna sem miða að því að samræma skilmála sem gilda um verðbréfog útgefendur þeirra, sbr. skilgreiningu á hugtakinu opinber skráning í 2. gr. khl. Með því að sömu eða sambærilegar reglur gilda um réttindi sem fylgja skráðum verðbréfum og um útgefendur þeirra er tryggt ákveðið öryggi í viðskiptunum. Má til hliðsjónar skoða reglur sem gilda almennt um viðskipta- bréf, en með því að hafa reglur um réttindi sem fylgja viðskiptabréfum staðl- aðar, skýrar og einfaldar er tryggt ákveðið öryggi í viðskiptum með þau.6 Nefna má að að baki hlutabréfum, sem eru viðskiptabréf, búa að jafnaði flóknari lögskipti en öðrum viðskiptabréfum. Samræmingarreglur skilgreina betur þau lögskipti sem búa að baki hlutabréfum þannig að fjárfestar þurfa ekki í hverju tilviki að skoða nánar hvaða réttindi fylgja þeim. Fleiri sjónarmið hafa verið nefnd til sögunnar, t.d. markmið um dreifða eignaraðild skráðra verðbréfa og í tengslum við það aukin viðskipti eða markaðshæfi skráðra verðbréfa, sbr. 2. tl. 1. mgr. 17. gr. khl. og 2. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll. Eftir því sem fleiri aðilar eiga verðbréf frá tilteknum útgefanda eru meiri líkur fyrir auknum viðskiptum með verðbréfin. Ef aðstæður eru þær að viðskipti með verðbréf eru mikil verða þau verðmeiri. Auknar líkur fyrir því að unnt sé að selja verðbréf gegn viðunandi endurgjaldi takmarkar mjög áhættu fjárfesta í viðskiptum með þau. Verðbréf í óskráðum félögum kann að vera mjög erfitt að selja, sérstaklega þegar verðbréfamarkaðir eru í lægð. Að endingu verður við skýringu reglnanna að hafa í huga þau sjónarmið sem tilskipun Evrópusambandsins frá 28. maí 2001 um skilyrði opinberrar skrán- 6 Ólafur Lárusson: „Viðskiptabréfareglur um hlutabréf'. Úlfljótur. 1. tbl. 1947, bls. 3 o.áfr. 228
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.