Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 35

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 35
ingar verðbréfa á verðbréfaþingi og upplýsingagjöf vegna þeirra, 2001/34/EC, (hér eftir nefnd kauphallatilskipun)7 byggir á. I forsendu tilskipunarinnar nr. 25 kemur fram að auk ofangreindra sjónarmiða er lúta að vernd fjárfesta er mark- miðið að samræma reglur til þess að unnt sé að koma á fót raunverulegum evrópskum fjármagnsmarkaði. 4. AF HVERJU SKRÁ FYRIRTÆKI VERÐBRÉF í KAUPHÖLL? Ástæða er til að skoða helstu kosti þess að skrá verðbréf í kauphöll og þá jafnframt af hvaða ástæðum eigendur og stjómendur fyrirtækja kjósa þessa leið. Einnig er rétt að huga að þeim göllum eða kvöðum sem fylgja opinberri skrán- ingu. Þegar tekin er ákvörðun um að óska eftir skráningu á verðbréfunr verður að vega og meta kosti og galla. Ef við víkjum fyrst að kostunum þá hafa menn talið fram ýmsar ástæður fyrir því að skrá verðbréf í kauphöll og verður þeinr helstu lýst hér á eftir. 4.1 Helstu ástæður fyrir opinberri skráningu verðbréfa 4.1.1 Betri aðgangur að fjármagnsmarkaði Meginástæða þess að fyrirtæki kjósa að skrá verðbréf í kauphöll er að fá betri aðgang að fjármagni.8 Fyrirtæki fjármagna starfsemi sína í stórum dráttum með tvennum hætti. Annars vegar með eigin fé sem verður til í formi hlutafjár frá hluthöfum eða vegna hagnaðar af rekstri fyrirtækisins. Hins vegar fjár- magna fyrirtæki starfsemina með lánsfé sem getur verið í ýmsu formi. Þá eru þekkt afbrigði af fjármögnun sem hafa einkenni beggja þessara þátta. Dæmi um þetta eru breytanleg skuldabréf (e. convertible bonds), sbr. 47. og 48. gr. hl., sem hlutafélög gefa út til lánardrottna og veita lánardrottni rétt til að breyta kröfu skv. skuldabréfinu í hlutafé í félaginu með nánar tilgreindum skilmálum. Einnig má nefna hér lán sem félag tekur með áskriftarréttindum (e. warranties), sbr. 45. og 46. gr. hl., en lán af þessum toga veitir lánveitanda rétt til að skrifa sig fyrir nýju hlutafé í félaginu á nánar tilgreindum kjörum. Áður er rakið að reglum um opinbera skráningu er ætlað að tryggja stöðu fjárfesta með ýmsum hætti. í ljósi þessa eru meiri líkur fyrir því að félög með skráð verðbréf geti tryggt sér fjármagn. Þá má benda á að sumir fagfjárfestar9 eins og lífeyrissjóðir hafa takmarkaðar heimildir til þess að fjárfesta í óskráðum verðbréfum, sbr. 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda 7 Sjá Official Joumal of the European Communities 2001 (L184), bls. 1 og lið 24 í Annex IX við Samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, sbr. lög nr. 2/1993. 8 Sjá hér Andersen og Clausen: Bprsretten, bls. 138-139. 9 Með fagfjárfestum er átt við fjárfesta sem hafa að atvinnu að fjárfesta í verðbréfum í því skyni að ávaxta fjármuni sem þeir hafa umsjón með eða eiga sjálfir. Dæmi um fagfjárfesta em ýmiss- konar fjármálafyrirtæki svo sem viðskiptabankar, sparisjóðir, aðrar lánastofnanir, fyrirtæki í verð- bréfaþjónustu, tryggingafélög og lífeyrissjóðir. í sumum tilvikum eru einstaklingar og fyrirtæki, sem ekki reka fjármálafyrirtæki, en hafa tiltekna eiginfjárstöðu, taldir til fagfjárfesta. 229
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.