Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 37
Þá er það skilyrði fyrir opinberri skráningu að engar viðskiptahömlur hvíli á hlutabréfum, sbr. 1. tl. 4. gr. reglugerðar nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll, en frjáls viðskipti með hlutabréf eru talin auka verðgildi hluta. Þá tryggja frjáls viðskipti rétt minni hluthafa í félögum sem ekki hafa atkvæðavægi til þess að hafa áhrif á stjómun eða starfsemi þeirra.11 Þetta hefur verið kallað að hluthafamir geti greitt atkvæði með fótunum.12 Þannig geta þeir hluthafar, sem ekki treysta lengur á stefnu félagsins í starfsemi sinni, selt hluti sína og fjárfest annars staðar þar sem þeir telja betri von um ávöxtun. 4.1.4 Betri samkeppnisstaða Framangreindir þættir, þ.e. auðveldari aðgangur að fjármagni og gæða- stimpill, kunna að leiða til þess að samkeppnisstaða hins skráða félags verði betri en þeirra sem ekki eru skráð. Með auðveldum aðgangi að fjármagni getur félagið ráðist í verkefni og uppbyggingu með meiri hraða en samkeppnisaðilar. Gæðastimpillinn veldur því að félagið fær betri viðskiptakjör og þarf hugsan- lega að eyða minni fjármunum í markaðssetningu við að byggja upp traust neyt- enda og viðskiptamanna. 4.1.5 Breyting á eignarhaldi - dreifing eignarhalds Skráning hlutabréfa í kauphöll getur verið liður í að breyta eignarhaldi á félagi. Alþekkt er að fyrirtæki byrja oft starfsemi sína sem atvinnurekstur eins eða fárra aðila og þá oft innan sömu fjölskyldu. Þegar fyrirtækið stækkar og stofnendur hyggjast draga saman vinnu verður oft að ráði að þeir selji allan eða verulegan hluta af eign sinni í félaginu. Þá getur markmiðið hjá stofnandanum verið að dreifa áhættu í fjárfestingu með því að minnka eignarhlutdeildina og fjárfesta með öðrum hætti. Sú staða getur komið upp að eigendur telji rétt að breyta um stjóm og eignarhald og stuðla að ákveðnum kynslóðaskiptum í félag- inu.13 Ein leið til þess að fjármagna slíka breytingu, eða opna fyrir sölumögu- leika, er að skrá verðbréf félags í kauphöll. I sumum tilvikum getur skráning í kauphöll verið liður í því að dreifa eignar- haldi á félögum. Dæmi um þetta hér á landi er einkavæðing ríkisfyrirtækja. Með dreifðu eignarhaldi kann einnig að verða breyting á valdahlutföllum í við- komandi félagi. Aðaleigandi félags getur þurft að láta af hendi ráðandi hlut í félaginu og þannig misst stjóm á félaginu sem hann hafði áður. Með mikilli dreifingu á eignarhaldinu breytist stjómun félags úr því sem kalla mætti hlut- hafastjórnun (það að stærri hluthafar ráða ferðinni) yfir í stjómendavald (stjóm og framkvæmdastjóri ráða ferðinni þar sem enginn einn hluthafi hefur mikið atkvæðavægi). 11 Stefán Már Stefánsson: Hlutafélög og einkahlutafélög, bls. 110-111. 12 Sjá hér Andersen og Clausen: Börsretten. bls. 144. 13 Sjá hér Andersen og Clausen: Börsretten, bls. 139-140. 231
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.