Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 39
4.2.2 Umsýsla við upplýsingagjöf Ákvörðun um skráningu verðbréfa er mjög þýðingarmikil fyrir starfsemi félags. Segja má að félagið verði almenningseign og þurfa stjómendur skráðra félaga að uppfylla ýmsar skyldur um upplýsingagjöf til markaðarins. Þessar skyldur hafa ýmislegt óhagræði í för með sér því að stjómendur geta ekki sjálfir ráðið hvort og hvenær upplýsingar fara á markaðinn. Birta verður bæði hagstæðar og óhagstæðar rekstramiðurstöður. Tilkynna verður um áföll í starf- semi félagsins sem aftur kunna að skaða samkeppnisstöðu þess og eftir atvikum draga úr tekjum eða hagnaði. Þá verða stjómendur skráðra félaga að vera mjög vel meðvitaðir um með- ferð trúnaðarupplýsinga og upplýsinga um viðkvæm mál í starfsemi félagsins. Gæta verður að því að upplýsingar sem geta haft áhrif á verð bréfa séu birtar í samræmi við reglur þannig að fjárfestar hafi jafnan aðgang að þeim. 4.2.3 Kostnaður við skráningu Undirbúningsvinnunni fylgir verulegur kostnaður. Greiða þarf sérfræðing- um fyrir aðstoðina, auk þess sem tími stjómenda fyrirtækis er dýrmætur. Þá koma til skráningar- og árgjöld sem greiða þarf til kauphalla. Um gjöld þessi má vísa til gjaldskrár Kauphallar íslands hf. Viðvarandi upplýsingaskyldu fylgir einnig kostnaður, bæði vegna tíma starfsmanna og ráðgjafar sérfræðinga. 4.2.4 Krafa um arðsemi Opinber skráning verðbréfa félags leiðir jafnan til frekari þrýstings á stjóm- endur um að félagið skili arði. Verðbréfamarkaðurinn metur frammistöðu stjóm- enda félags á hverjum degi með því að ákveða gengi á verðbréfum fyrirtækja. Þessi þrýstingur leiðir til þess að hætta er á að skammtímasjónarmið um arð- semi verði tekin fram yfir langtímaáætlanir. Til þess að standa undir væntingum um arðsemi hafa stjómendur stundum gripið til þess að selja eignir til þess að fá fram söluhagnað í reikningum félagsins. í sumurn tilvikum kann að vera álitamál hvort slíkar ráðstafanir séu heppilegar fyrir félagið þegar til lengri tíma er litið. Þótt þessi þrýstingur á arðsemi kunni að vera óheppilegur að vissu marki verður hins vegar að telja að kostir hans, þ.e. að tryggja að stjómendur leggi sig alla fram við að skila árangri, vegi upp ókostina. 5. UAGAUMHVERFI Reglur sem fjalla um opinbera skráningu félaga eru nokkuð umfangsmiklar og hafa verið settar af mismunandi aðilum. í núgildandi kauphallalögum er einkum fjallað um opinbera skráningu verðbréfa í IV. kafla laganna. Þar eru sett fram meginskilyrði þess að félag geti fengið verðbréf skráð í kauphöll og jafnframt hvenær skilyrði eru til að fella skráningu niður. Að öðru leyti gera lögin ráð fyrir því að nánari reglur um opinbera skráningu verðbréfa verði settar, annars vegar með reglugerð, sbr. 42. gr. khl., og hins vegar með reglum sem viðkomandi kauphöll setur sér sjálf, sbr. 17. gr. khl. 233
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.