Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 41
Auk framangreindra réttarheimilda er í lögum nr. 13/1996 um verðbréfa- viðskipti að finna ákvæði í 28. gr. sem fjallar um almennt útboð verðbréfa, en skráningu verðbréfa í kauphöll fylgir oft á tíðum almennt útboð þótt ekki sé það skilyrði fyrir skráningu. M er að finna reglur um almenn útboð í tilskipun ráðsins frá 17. apríl 1989 um samræmingu á kröfum um gerð, athugun og dreif- ingu á útboðslýsingu sem birta skal við almennt útboð framseljanlegra verð- bréfa, 89/298/EBE. Kauphöll íslands hf. hefur einnig sett reglur um gerð út- boðsgagna og aðdraganda almenns útboðs nr. 6 frá 1. júlí 1999. M er rétt að geta þess að um almennt útboð á verðbréfum gildir einnig reglugerð um útboð verðbréfa nr. 477/2001. Eins og að framan hefur verið rakið gilda nú á Evrópska efnahagssvæðinu samræmdar reglur um tiltekna þætti í opinberri skráningu verðbréfa í kauphöll svo og um almenn útboð. Nánari útfærslur er hins vegar að finna í hverju ríki fyrir sig. í þeim tilvikum þar sem tilskipun mælir fyrir um samræmingu, eins og tilfellið er með kauphallatilskipunina, er ríkjunum ekki heimilt að víkja frá hinum samræmdu reglum nema að því marki sem sérstaklega er mælt fyrir um í kauphallatilskipuninni.19 Rétt er að taka fram að skv. II. kafla kauphalla- tilskipunarinnar nr. 2001/34/EC er ríkjunum að vissu marki heimilt að gera strangari kröfur um skilyrði fyrir opinberri skráningu verðbréfa en samræmdu lágmarksskilyrðin.20 6. HVERS KONAR VERÐBRÉF MÁ SKRÁ? í daglegu tali er oft á tíðum talað um að félag sé skráð í kauphöll. í raun er það ekki félagið eða útgefandinn, eins og það er nefnt í kauphallalögum, sem fær skráningu heldur eru það verðbréf útgefanda sem eru skráð. Það er ekki skilyrði fyrir skráningu að gefin séu út ný verðbréf við skráninguna og farið í útboð á verðbréfum. Skráningin getur allt eins tekið til hlutabréfa eða skulda- bréfa sem félagið hefur þegar gefið út. Athugunarefni er hvers konar verðbréf heimilt er að skrá í kauphöll. í kauphallalögunum er einungis vísað til orðsins verðbréf en það ekki skilgreint nánar. í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 13/1996 er hins vegar að finna skil- greiningu á hugtakinu verðbréf. Vegna skyldleika réttarsviðanna er rétt að leggja skilgreiningu verðbréfaviðskiptalaganna til grundvallar við túlkun á þessu hug- taki í kauphallalögunum. Mr er hugtakið verðbréf skilgreint á eftirfarandi hátt: a. Hvers konar framseljanleg kröfuréttindi til peningagreiðslu eða ígildi hennar, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignarréttindum að öðru en fasteign eða einstökum lausafjármunum. 19 Paul L. Davies and D.D. Prentice: Gowers’s Principles of Modem Company Law, bls. 406. 20 Almenna umfjöllun um lagasamræmingu með tilskipunum er t.d. að finna í grein Bartolomiej Kurcz: „Harmonisation by means of Directives", bls. 2B7-300. 235
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.