Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 43
regla að þeir eru ekki framseljanlegir nema með samþykki annarra sameigenda.
Af þeirri ástæðu myndi eignarhlutur í sameignarfélagi ekki skilgreindur sem
verðbréf.
7. ÁKVÖRÐUN ÚTGEFANDA UM SKRÁNINGU VERÐBRÉFA
Áður hefur verið rakið að undirbúningur að opinberri skráningu verðbréfa í
kauphöll getur átt sér langan aðdraganda. Byggja þarf upp starfsemi félags og
skipulag á þann hátt að félagið þyki vænlegur kostur á verðbréfamarkaði og
uppfylli kröfur sem kauphöll gerir til skráningar.
Hvorki í kauphallalögum né hlutafélagalögum er að finna ákvæði um það
hvaða stjómareining tekur ákvörðun um skráningu verðbréfa. Fer því eftir
lögum um viðkomandi félag og samþykktum þess hvaða stjómareining hefur
þessa heimild. Þótt hluthafafundur fari með æðsta vald í málefnum hlutafélags,
sbr. 80. gr. hl., er honum einungis skylt að fjalla um tiltekin atriði, t.d. breyting-
ar á samþykktum félags, kosningu stjómar og staðfestingu ársreikninga. Hitt er
ljóst að í skjóli æðsta valdsins getur hluthafafundur tekið ákvörðun um það að
skrá verðbréf, eða eftir atvikum bannað stjóminni að skrá verðbréf, sem félagið
gefur út. Við þær kringumstæður er stjóminni skylt að fara að fyrirmælum hlut-
hafafundar.
Félagsstjórn fer hins vegar almennt með málefni félagsins á milli hluthafa-
funda, sbr. 68. gr. hl. Ef hluthafafundur hefur ekki fjallað um skráningu er það
á valdsviði félagsstjómar að taka ákvörðunina.22 Það fer eftir atvikum hversu
þýðingarmikil ákvörðun um skráningu er fyrir félagið. Ef gera þarf miklar
breytingar á starfsemi félagsins getur ákvörðunin verið mjög þýðingarmikil. Þá
er meira mál að skrá hlutabréf félags heldur en tiltekinn skuldabréfaflokk. Þar
sem almennt er um mjög þýðingarmikla ákvörðun að ræða þegar hlutabréf félags
eru skráð í kauphöll má gera ráð fyrir því að félagsstjómir muni oft fá staðfest-
ingu hluthafafunda á þeirri ákvörðun eða a.m.k. kynna þá ráðagerð.
Þótt stjóm félags hafi almennt heimild til að taka ákvörðun um skráningu
em atvik oft þannig að hún verður að sækja heimild til hluthafafundar. í tengsl-
um við skráningu er oft þörf á að gefa út nýtt hlutafé (hækka hlutafé félagsins
með útgáfu nýrra hlutabréfa) eða gera einhverjar aðrar breytingar á samþykkt-
um félags. í þeint tilvikum verður hluthafafundur að taka afstöðu til málsins.
Út á við er það stjórn félagsins sem hefur heimild til þess að skuldbinda
félagið við ákvörðun af þessum toga. Kauphöll getur því gengið út frá því að
undirritun stjórnar undir umsókn um skráningu sé skuldbindandi fyrir félagið,
sbr. 11. gr. reglna KÍ nr. 2.
22 Sjá Knut Bergo: B0rs- og verdipapirrett, bls. 134 og Peer Schuniburg-Miiller og Erik Bruun
Hansen: Dansk Bprsret, bls. 137.
237