Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 43
regla að þeir eru ekki framseljanlegir nema með samþykki annarra sameigenda. Af þeirri ástæðu myndi eignarhlutur í sameignarfélagi ekki skilgreindur sem verðbréf. 7. ÁKVÖRÐUN ÚTGEFANDA UM SKRÁNINGU VERÐBRÉFA Áður hefur verið rakið að undirbúningur að opinberri skráningu verðbréfa í kauphöll getur átt sér langan aðdraganda. Byggja þarf upp starfsemi félags og skipulag á þann hátt að félagið þyki vænlegur kostur á verðbréfamarkaði og uppfylli kröfur sem kauphöll gerir til skráningar. Hvorki í kauphallalögum né hlutafélagalögum er að finna ákvæði um það hvaða stjómareining tekur ákvörðun um skráningu verðbréfa. Fer því eftir lögum um viðkomandi félag og samþykktum þess hvaða stjómareining hefur þessa heimild. Þótt hluthafafundur fari með æðsta vald í málefnum hlutafélags, sbr. 80. gr. hl., er honum einungis skylt að fjalla um tiltekin atriði, t.d. breyting- ar á samþykktum félags, kosningu stjómar og staðfestingu ársreikninga. Hitt er ljóst að í skjóli æðsta valdsins getur hluthafafundur tekið ákvörðun um það að skrá verðbréf, eða eftir atvikum bannað stjóminni að skrá verðbréf, sem félagið gefur út. Við þær kringumstæður er stjóminni skylt að fara að fyrirmælum hlut- hafafundar. Félagsstjórn fer hins vegar almennt með málefni félagsins á milli hluthafa- funda, sbr. 68. gr. hl. Ef hluthafafundur hefur ekki fjallað um skráningu er það á valdsviði félagsstjómar að taka ákvörðunina.22 Það fer eftir atvikum hversu þýðingarmikil ákvörðun um skráningu er fyrir félagið. Ef gera þarf miklar breytingar á starfsemi félagsins getur ákvörðunin verið mjög þýðingarmikil. Þá er meira mál að skrá hlutabréf félags heldur en tiltekinn skuldabréfaflokk. Þar sem almennt er um mjög þýðingarmikla ákvörðun að ræða þegar hlutabréf félags eru skráð í kauphöll má gera ráð fyrir því að félagsstjómir muni oft fá staðfest- ingu hluthafafunda á þeirri ákvörðun eða a.m.k. kynna þá ráðagerð. Þótt stjóm félags hafi almennt heimild til að taka ákvörðun um skráningu em atvik oft þannig að hún verður að sækja heimild til hluthafafundar. í tengsl- um við skráningu er oft þörf á að gefa út nýtt hlutafé (hækka hlutafé félagsins með útgáfu nýrra hlutabréfa) eða gera einhverjar aðrar breytingar á samþykkt- um félags. í þeint tilvikum verður hluthafafundur að taka afstöðu til málsins. Út á við er það stjórn félagsins sem hefur heimild til þess að skuldbinda félagið við ákvörðun af þessum toga. Kauphöll getur því gengið út frá því að undirritun stjórnar undir umsókn um skráningu sé skuldbindandi fyrir félagið, sbr. 11. gr. reglna KÍ nr. 2. 22 Sjá Knut Bergo: B0rs- og verdipapirrett, bls. 134 og Peer Schuniburg-Miiller og Erik Bruun Hansen: Dansk Bprsret, bls. 137. 237
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.