Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 46
Samkvæmt þessu áskilur Kauphöll Islands hf. sér rétt til þess að meta í hverju tilviki hvort skráning verðbréfa sé til hagsbóta fyrir almenning og verð- bréfamarkaðinn í heild. Ekki er að finna í ákvæðinu neinar viðmiðanir um það hvenær þetta skilyrði er fyrir hendi. Gera verður ráð fyrir að í þessu skilyrði felist að fram fari heildarmat á grundvelli þeirra meginsjónarmiða um að líkur séu á verulegum viðskiptum með bréfin, að reglum um upplýsingaskyldu og meðferð trúnaðarupplýsinga verði fylgt, að tryggt verði gagnsæi og jafnræði svo og að gott skipulag verði á starfsemi útgefanda.25 I 2. tl. 1. mgr. 17. gr. khl. er vikið að því að stjóm kauphallar geti sett við- bótarskilyrði sem skipt geta máli fyrir markaðshæfi verðbréfanna. Orðið mark- aðshæfi er ekki skilgreint í greinargerð með lögunum en gera verður ráð fyrir að átt sé við að líkur séu á að viðskipti nteð bréfin verði umtalsverð. Bréf sem ekki seljast era ekki hæf til að fara á markað. Af þessu ákvæði má draga þá ályktun að meðal þess sem kauphöll muni hafa í huga við mat á því hvort skrán- ing þjóni hagsmunum almennings og verðbréfamarkaðar séu líkumar fyrir verulegu umfangi viðskipta með bréfin. Að vísu hefur þetta markmið ekki gengið eftir hjá Kauphöll Islands hf. þar sem einungis fá verðbréf hafa mikla umsetningu. Sambærilegt ákvæði um hagsmuni almennings og verðbréfamarkaðar er að finna í 22. gr. dönsku laganna unr verðbréfaviðskipti.26 I því ákvæði er þó talað um hagsmuni fjárfesta en ekki almennings sem leiðir hugann að því hvort ekki hefði verið heppilegra að nota orðið fjárfestar í reglum KI því að það er ekki allur alntenningur sent stundar verðbréfaviðskipti. A hinn bóginn hefur þeim fjölgað mjög sem eiga verðbréf og taka þannig með beinum hætti þátt í viðskiptum á verðbréfamarkaði. Þá má benda á að ákveðnir almannahagsmunir og opinberir hagsmunir fylgja því að viðskipti á verðbréfamörkuðum gangi vel fyrir sig.27 I ofangreindu samhengi má geta þess að danskir fræðimenn eru sammála um að meginskilyrði fyrir því að verðbréf séu tekin til skráningar sé að hún þjóni opinberum hagsmunum.28 Akvæði 22. gr. dönsku laganna um verðbréfavið- skipti mælir beinlínis fyrir um að kauphallir eigi að horfa til þessa við mat á því hvort taka eigi bréf til skráningar. I umfjöllun danskra fræðimanna er hins vegar 25 Danska kauphöllin hefur í einu tilviki hafnað skráningu hlutabréfa á grundveili sambærilegs ákvæðis. Atvik í þvf máli voru þau að sótt var um skráningu á hlutabréfum félags en eina eign þess félags voru hiutabréf (án atkvæðisréttar) í öðru félagi. Höfnunin var rökstudd með því að félagið rnyndi ekki geta sinnt upplýsingaskyldu í samræmi við lög og reglur þar sem upplýsingar um einu eign félagins kæmu frá óskráðu félagi. Félagið hefði þar af leiðandi ekki tækifæri til að stýra upplýsingagjöfinni. Sjá ársskýrslu Danska fjármálaeftirlitsins 1995, bls. 99. 26 Dönsku lögin um verðbréfaviðskipti eru nr. 725 frá 25.7. 2000 (Lov om verdipapirhandel m.v.). í þeim lögum er fjallað um reglur sem lúta að kauphallarviðskiptum. 27 I tilskipun ráðsins 2001/34/EC um um skilyrði opinberrar skráningar verðbréfa á verðbréfaþingi og upplýsingagjöf vegna þeirra er í 16. gr. að finna sjónarmið um að gæta þurfi að hagsmunum fjárfesta og verðbréfamarkaðarins. Þar er notað orðið fjárfestar en ekki almenningur. 28 Sjá Andersen og Clausen: Bprsretten, bls. 156, Erik Werlauff: Börs- og kapitalmarkedsret, bls. 152, Peer Schuinburg-Múller og Erik Bruun Hansen: Dansk Bprsret, bls. 149-150. 240
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.