Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 50

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 50
8.2.1 Aðallisti og vaxtarlisti Samkvæmt reglum KÍ er unnt að sækja unt tvennskonar skráningu á hlutabréfum. Annars vegar á svokallaðan aðallista, sbr. 9. gr. reglnanna, og hins vegar á vaxtarlista, sbr. 10. gr. reglnanna. Markmiðið með þessari tvískiptingu er að á aðallista séu skráð eldri fyrirtæki sem hafa meira markaðsvirði og dreifðara eignarhald, en á vaxtarlista nýrri fyrirtæki sem eru minni og með takmarkaðri dreifingu hlutafjár. Skilyrði fyrir skráningu á aðallista eru strangari en ákvæði reglugerðar nr. 434/1999 gera ráð fyrir. Sérstöku skilyrðin sem sett eru fyrir skráningu á mismunandi lista lúta að stærð hlutabréfaflokksins sem sótt er um skráningu á, dreifingu hlutafjár í flokknum og aldur félags. Ef borin eru saman skilyrðin fyrir þessa tvo lista þá þarf áætlað markaðs- virði hlutabréfaflokks á aðallista að vera að lágmarki 600 milljónir króna en 80 milljónir á vaxtarlista. í báðum tilvikum þarf dreifing eignarhalds og atkvæðis- réttar á a.m.k. 25% hluta að vera á hendi þeirra sem nefndir eru almennir fjár- festar skv. reglunum. í tilviki aðallista þarf eignarhaldið á þessum 25% að dreifast á a.m.k. 300 hluthafa en slíkrar dreifingar er ekki krafist á hlutum sem skráðir eru á vaxtarlista. í báðum tilvikum er stjóm kauphallarinnar heimilt að veita undanþágu frá ákvæðum um dreifingu. Undanþágur frá dreifingarskil- yrðinu voru til dæmis veittar þegar hlutabréf í Landsbanka Islands hf. og Bún- aðarbanka íslands hf. voru tekin til skráningar á aðallista, en við skráninguna vora um 15% af eignarhaldi félaganna í höndum almennra fjárfesta. Við mat á undanþágunum hefur væntanlega verið haft í huga að eignarhald ríkisins á því sem eftir stæði myndi ekki hafa áhrif á markaðshæfi hlutabréfanna og einnig að fyrir lá yfirlýsing frá ríkinu um að stefnt væri að frekari dreifingu eignarhalds. Hugtakið almennir fjárfestar er samkvæmt reglunum skilgreint sem aðrir aðilar en stjórn, lykilstjórnendur og einstakir hluthafar sem eiga 10% eða meira, sem og aðilar fjárhagslega tengdir þeim, svo sem makar, sambýlingar og ólögráða börn, svo og móður- eða dótturfélög. Um dreifingarskilyrði er að endingu rétt að nefna að dreifingin verður að ná til hvers flokks um sig. Ef í félaginu eru flokkar með sérstökum réttindum í eigu fárra aðila myndu almennt ekki vera talin skilyrði fyrir skráningu slíks flokks. Aldursskilyrðið lýtur að því, bæði í tilviki aðallista og vaxtarlista, að leggja fram endurskoðaða ársreikninga fyrir síðustu þrjú ár. Þegar sótt er um skráningu á vaxtarlista er hins vegar heimilt að sækja um undanþágu frá þessu skilyrði. Verðbréfaþing íslands hf. hefur veitt undanþágu frá þessu skilyrði t.d. í tilviki MP BIO hf., sem er hlutafélag sem hefur að markmiði að fjárfesta í erfða-, lífefna- og líftæknifyrirtækjum, en félagið hafði ekki starfað nema í u.þ.b. eitt ár er það fékk skráningu á vaxtarlista. Undanþágan í því tilviki hefur líklega helgast af því að áhugavert hefur þótt fyrir starfsemi kauphallarinnar að fá meiri fjölbreytni í fjárfestingarmöguleika og að starfsemi MP BIO hf. væri mjög gagnsæ fyrir fjárfesta. Ef um væri að ræða félag sem væri að hefja rekstur, og byggði á framleiðslu og sölu tiltekinnar vöru, er ljóst að lægju ekki fyrir árs- reikningar fyrir tiltekið tímabil kynni að verða mjög erfitt fyrir fjárfesta að átta 244
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.