Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 51

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 51
sig á starfsemi félagsins og möguleikum þess. í slíkum tilvikum yrði undanþága ekki veitt. Rétt er að geta í þessu sambandi að breyti fyrirtæki um rekstrarform, t.d. úr ríkisfyrirtæki í hlutafélag, þá er fullnægjandi að leggja fram eldri ársreikninga frá starfsemi í hinu eldra rekstrarformi eins og var í tilviki Landsbanka Islands hf. og Búnaðarbanka íslands hf., en þau höfðu eingöngu starfað í skamman tíma sem hlutafélög. Fyrirtæki sem óska eftir skráningu hlutabréfa hafa ekki sjálfstætt val um það á hvom listann bréf þeirra eru skráð. Ef fyrirtæki uppfyllir á annað borð skilyrði um að vera skráð á aðallista getur það ekki fengið skráningu á vaxtarlista, sbr. 5. gr. reglna KÍ nr. 2. Þá er útgefendum skylt að tilkynna KI ef skilyrði hafa breyst að þessu leyti og verða þá verðbréf þeirra flutt á milli lista að liðnum ákveðnum tíma sem stjóm KI ákveður, sbr. 15. gr. reglna KI nr. 2. 8.2.2 Sameiginleg skilyrði fyrir skráningu hlutabréfa I öðrum kafla reglna KÍ nr. 2, og raunar einnig í skráningarreglugerðinni nr. 434/1999, era sett ýmis sameiginleg skilyrði fyrir skráningu hlutabréfa. Skil- yrðin lúta almennt að því að tryggja að þau meginsjónarmið sem liggja til grund- vallar opinberri skráningu verðbréfa, þ.e. gagnsæi og markaðshæfi, nái fram að ganga. Skilyrðin lúta bæði að verðbréfunum sjálfum og útgefanda þeirra og eru þau helstu þessi: a) Sömu réttindi skulu fylgja öllum hlutum í hlutaflokki Samkvæmt 6. gr. reglna KÍ nr. 2, sbr. og 5. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999, skulu allir hluthafar í sama hlutabréfaflokki njóta sömu réttinda. Akvæði þetta er ófrávíkjanlegt og raunar í samræmi við ákvæði hlutafélaga- laga.38 Samkvæmt hlutafélagalögum nr. 2/1995 gildir sú meginregla að hlutum í félagi fylgi jöfn réttindi, sbr. 2. mgr. 20. gr. þeirra laga. í sama ákvæði er hins vegar mælt fyrir um það að eigi mismunandi réttindi að fylgja hlutum beri að skipta hlutaféinu upp í flokka og mæla sérstaklega fyrir um hvaða réttindi fylgi hverjum flokki. Réttindi sem fylgt geta hlutaflokkum geta verið mjög mismun- 38 Kauphöll íslands hf. hefur í máli fjallað um tilvik þar sem reynt hefur á 6. gr. reglna nr. 2. Atvik 1 þvf máli voru með þeim hætti að einn hluthafi og stofnandi Skagstrendings hf., Höfðahreppur, hafði skv. ákvæðum í samþykktum félagsins rétt til þess að tilnefna/kjósa tvo af stjómarmönnum félagsins. Einungis einn hlutaflokkur var í félaginu. Álitamálið snérist um það hvort ákvæði þetta Þryti í bága við umrædda 6. gr. reglna KÍ nr. 2. Túlka mátti ákvæði samþykktanna með tvennum hætti. Annars vegar að það mæli fyrir um sérstök réttindi eins hluthafa, sem færi þá í bága við ákvaeði 6. gr. reglna nr. 2, og hins vegar að um væri að ræða réttindi til að tilnefna stjómarmann skv. 2. mgr. 63. gr. hlutafélagalaga. Niðurstaða KÍ var sú að ákvæðið teldist ekki brot á umræddu ákvæði. 245
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.