Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 51
sig á starfsemi félagsins og möguleikum þess. í slíkum tilvikum yrði undanþága
ekki veitt.
Rétt er að geta í þessu sambandi að breyti fyrirtæki um rekstrarform, t.d. úr
ríkisfyrirtæki í hlutafélag, þá er fullnægjandi að leggja fram eldri ársreikninga
frá starfsemi í hinu eldra rekstrarformi eins og var í tilviki Landsbanka Islands
hf. og Búnaðarbanka íslands hf., en þau höfðu eingöngu starfað í skamman tíma
sem hlutafélög.
Fyrirtæki sem óska eftir skráningu hlutabréfa hafa ekki sjálfstætt val um það
á hvom listann bréf þeirra eru skráð. Ef fyrirtæki uppfyllir á annað borð skilyrði
um að vera skráð á aðallista getur það ekki fengið skráningu á vaxtarlista, sbr.
5. gr. reglna KÍ nr. 2. Þá er útgefendum skylt að tilkynna KI ef skilyrði hafa
breyst að þessu leyti og verða þá verðbréf þeirra flutt á milli lista að liðnum
ákveðnum tíma sem stjóm KI ákveður, sbr. 15. gr. reglna KI nr. 2.
8.2.2 Sameiginleg skilyrði fyrir skráningu hlutabréfa
I öðrum kafla reglna KÍ nr. 2, og raunar einnig í skráningarreglugerðinni nr.
434/1999, era sett ýmis sameiginleg skilyrði fyrir skráningu hlutabréfa. Skil-
yrðin lúta almennt að því að tryggja að þau meginsjónarmið sem liggja til grund-
vallar opinberri skráningu verðbréfa, þ.e. gagnsæi og markaðshæfi, nái fram að
ganga. Skilyrðin lúta bæði að verðbréfunum sjálfum og útgefanda þeirra og eru
þau helstu þessi:
a) Sömu réttindi skulu fylgja öllum hlutum í hlutaflokki
Samkvæmt 6. gr. reglna KÍ nr. 2, sbr. og 5. gr. skráningarreglugerðar nr.
434/1999, skulu allir hluthafar í sama hlutabréfaflokki njóta sömu réttinda.
Akvæði þetta er ófrávíkjanlegt og raunar í samræmi við ákvæði hlutafélaga-
laga.38
Samkvæmt hlutafélagalögum nr. 2/1995 gildir sú meginregla að hlutum í
félagi fylgi jöfn réttindi, sbr. 2. mgr. 20. gr. þeirra laga. í sama ákvæði er hins
vegar mælt fyrir um það að eigi mismunandi réttindi að fylgja hlutum beri að
skipta hlutaféinu upp í flokka og mæla sérstaklega fyrir um hvaða réttindi fylgi
hverjum flokki. Réttindi sem fylgt geta hlutaflokkum geta verið mjög mismun-
38 Kauphöll íslands hf. hefur í máli fjallað um tilvik þar sem reynt hefur á 6. gr. reglna nr. 2. Atvik
1 þvf máli voru með þeim hætti að einn hluthafi og stofnandi Skagstrendings hf., Höfðahreppur,
hafði skv. ákvæðum í samþykktum félagsins rétt til þess að tilnefna/kjósa tvo af stjómarmönnum
félagsins. Einungis einn hlutaflokkur var í félaginu. Álitamálið snérist um það hvort ákvæði þetta
Þryti í bága við umrædda 6. gr. reglna KÍ nr. 2. Túlka mátti ákvæði samþykktanna með tvennum
hætti. Annars vegar að það mæli fyrir um sérstök réttindi eins hluthafa, sem færi þá í bága við
ákvaeði 6. gr. reglna nr. 2, og hins vegar að um væri að ræða réttindi til að tilnefna stjómarmann
skv. 2. mgr. 63. gr. hlutafélagalaga. Niðurstaða KÍ var sú að ákvæðið teldist ekki brot á umræddu
ákvæði.
245