Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 52
andi samkvæmt ákvæði 2. mgr. 20. gr. hl. og annarra ákvæða laganna. T.d. er heimilt að hafa atkvæðisréttarlausa hluti, sbr. 2. mgr. 20. gr. I sumum flokkum geta hvflt viðskiptahömlur á hlutum, réttur til arðs getur verið mismunandi svo og réttindi til eigna við slit á félagi. Þá getur fylgt flokkum mismunandi réttur til áskriftar að nýju hlutafé o.fl. Akvæði kauphallarreglnanna kemur hins vegar ekki í veg fyrir að í félagi séu aðrir flokkar sem hafa önnur réttindi og að slíkir flokkar séu einnig annað hvort skráðir sérstaklega eða ekki skráðir. Athugunarefni er hvort ákvæði í samþykktum félags um að enginn einn hluthafi geti farið með meiri atkvæðisrétt í félaginu en t.d. 10% standist þetta skilyrði 6. gr. reglna KI nr. 2. Ljóst er að réttur sem fylgir hlutum í þessum tilvikum er ekki jafn eins og mælt er fyrir um í meginreglu 2. mgr. 20. gr. hl. Á hinn bóginn má halda því fram að almennar takmarkanir á réttindum af þessum toga geti verið í samræmi við ákvæði 6. gr. reglna KI nr. 2. Orðalag og skilyrði 6. gr. er nokkuð annað en ákvæði 2. mgr. 20. gr. hlutafélagalaga og þurfa skil- yrðin ekki að falla saman að þessu leyti. Ef hins vegar er komist að þeirri niður- stöðu að slfk ákvæði uppfylli ekki skilyrði hlutafélagalaga ætti ekki að sam- þykkja skráningu hlutabréfanna. Endanlegt mat um þetta liggur hjá viðkomandi kauphöll. b) Skrá þarf öll hlutabréf í viðkomandi hlutaflokki Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglna KÍ nr. 2 og 2. mgr. 5. gr. skráningarreglu- gerðar nr. 434/1999 ber útgefanda að sækja um skráningu á öllum hlutabréfum í viðkomandi flokki. Stjóm K1 er heimilt að veita undanþágu frá þessu skilyrði. Vandséð er í hvaða tilvikum ástæða væri til að heimila undanþágu frá þessu skilyrði. Ef ákveðinn hluti flokks væri undanþeginn væri um mismunun á stöðu hluthafanna að ræða og þurfa því að koma sterk rök til. í ákvæðinu er tekið fram að hlutaskráning skuli heimil ef uppfyllt eru skilyrði reglnanna fyrir dreifingu hlutafjár. Hugsanlegt er að á ákvæðið geti reynt þegar boðið er út nýtt hlutafé í tengslum við skráningu og útgefandi telur ástæðu til að takamarka fjárhæð hlutafjár sem verður boðið til sölu um ákveðinn tíma. Að vísu kemur ákvæði 6. gr. reglna KI nr. 2 í veg fyrir mismunandi réttindi hluthafa í flokki til að selja hlut, þannig að erfitt er að sjá að markmiðum um að draga úr magni hlutafjár á markaði verði náð nema að takmörkuðu leyti. I þessu sambandi má benda á að við opinbera skráningu á hlutafé í Bandaríkjunum er gert ráð fyrir að eldri hluthafar geti ekki selt hluti fyrr en að liðnum sex mánuðum frá skráningu. Reglunni er einmitt ætlað að ná því markmiði að draga úr framboði á markaði fyrst eftir skráningu. c) Stjórnendur félags og upplýsingakerfi Eitt af þeim skilyrðum sem reglur KÍ nr. 2 setja fyrir skráningu er að sam- setning stjórnar og lykilstjómenda, sem og uppbygging upplýsingakerfa félags- ins, sé þannig að líkur á að unnt sé að gefa raunsæja mynd af rekstri þess séu fyrir hendi, sbr. 1. mgr. 7. gr. reglnanna. 246
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.