Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 53
Ákvæði þessu er glögglega ætlað að tryggja að félagið sinni upplýsinga-
skyldu í framtíðinni, en eins og áður er rakið er eitt meginsjónarmiðið að baki
opinberri skráningu verðbréfa að útgefandinn fullnægi upplýsingaskyldu í sam-
ræmi við lög. Samkvæmt ákvæðinu verður kauphöll að leggja mat á hæfni
stjómenda félagsins að þessu leyti. Erfitt er að gefa einhverjar viðmiðanir um það
hvað ráði úrslitum um þetta mat en ljóst er að flekklaus starfsferill stjómenda
skiptir máli. I þessu samhengi má benda á að í hlutafélagalögum er mælt fyrir um
ýmis hæfisskilyrði stjómarmanna í hlutafélögum. Eitt af þeim skilyrðum sem
nefnd eru í 66. gr. hl. er að stjómarmenn og framkvæmdastjórar mega ekki hafa
hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað á síðustu þremur árum fyrir brot samkvæmt
almennum hegningarlögum, lögum um hlutafélög eða einkahlutafélög, lögum
um bókhald eða ársreikninga, lögum um gjaldþrot eða lögum um opinber gjöld.
Hugsanlega myndi stjóm kauphallar gera auknar kröfur að þessu leyti, t.d. að
fimm ár eða meira skyldu líða frá þess háttar dómi. Þá væri hugsanlegt að tekið
yrði tillit til sambærilegrar aðstöðu hjá lykilstarfsmönnum. Þá gæti sú aðstaða að
bú stjómanda eða fyrirtækis, seni hann hefur stjómað, hafi verið tekið til gjald-
þrotaskipta, einnig leitt til þess að skilyrði teldist ekki vera uppfyllt.
Að því er varðar kröfuna um upplýsingakerfi er ljóst að fyrirtækið þyrfti að
vera búið öflugu bókhalds- og fjármálakerfi þannig að stjómendur hafi góðan
aðgang að upplýsingum um félagið frá einum tíma til annars. Stjómendur verða
að geta haft skilvirka og góða yfirsýn yfir fjármál félagsins til þess að geta sinnt
upplýsingaskyldum útgefandans. Að öðru leyti en því sem að ofan greinir er
það undir heildstæðu mati stjómar KÍ á þessum þáttum komið hvort skilyrði
þetta sé uppfyllt.
d) Félagið þarf að vera rekstrarvænlegt
Samkvæmt ákvæði 2. mgr. 7. gr. reglna KÍ nr. 2 þarf félagið að vera rekstrar-
vænlegt. Með þessu skilyrði er átt við að starfsemi félagsins þurfi að vera líkleg
til þess að skila hagnaði þannig að fjárfestar fái viðunandi ávöxtun á fjárfest-
ingu sinni. Ljóst er að mat þetta er mjög vandasamt. Horft mun til rekstrarár-
angurs félagsins á undangengnum ámm svo og til rekstraráætlana þess. Gera
má ráð fyrir að félög, sem ekki hafa verið að skila ásættanlegum rekstrarárangri
næstu ár á undan, muni vart sækja um skráningu vegna þessa skilyrðis, þannig
að í raun muni ekki reyna mikið á beitingu þess.39 Ólíklegt er að skráningu
verði hafnað á grundvelli þessa skilyrðis nema áætlanir félags þyki óraunhæfar
og fyrri rekstrarárangur slakur.
Athuga ber þó að ekki er skilyrði að félag hafi skilað hagnaði fyrir skrán-
ingu. Mörg dæmi eru um að nýsköpunarfyrirtæki, eins og t.d. de CODE Genetics
Inc., séu skráð á markað áður en þau skila hagnaði. Sama gildir um hlutabréfa-
39 Hér má geta þess að fyrirtækið Básafell hf., sem stundaði útgerð og fiskverkun, óskaði eftir
afskráningu hlutabréfa sinna eftir að mikið tap hafði orðið á rekstri. Þá skipti máli að nýr hluthafi
í félaginu hafði keypt upp verulegan hluta hlutafjár félagsins.
247