Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 55
8.4 Skilyrði fyrir skráningu hlutdeildarskírteina Fjallað er um skilyrði skráningar hlutdeildarskírteina í IV. kafla reglna KI nr. 2 og IV. kafla skráningarreglugerðar nr. 434/1999. Skilyrðin eru í höfuðatriðum tvö. Verðbréfasjóðurinn sem gefur út hlutdeildarskírteinin þarf að hafa starfs- leyfi og áætlað markaðsverðmæti sjóðsins skal að lágmarki vera 100 milljónir króna. I reglunum er ekki með berum orðum gerð krafa um skráningu allra hlut- deildarskírteina þótt líklegt verði að telja að KÍ myndi almennt gera það að skil- yrði skráningar. Að auki þarf að fullnægja sömu skilyrðum og við útgáfu hlutabréfa og skuldabréfa um gerð samnings við KI og leggja fram skráningarlýsingu. Árs- reikningar og samþykktir Jrurfa að vera aðgengilegar almenningi án endur- gjalds, sbr. 23. gr. reglna KI nr. 2 og 13. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999. 8.5 Skilyrði fyrir skráningu annarra verðbréfa í V. kafla reglna KÍ nr. 2 og V. kafla skráningarreglugerðar nr. 434/1999 er fjallað sérstaklega um skilyrði fyrir skráningu annarra verðbréfa. Dæmi um aðrar tegundir af verðbréfum sem tíðkast að sækja um skráningu á í erlendum kauphöllum eru ýmiss konar afleiður og framvirkir samningar. Má þar t.d. nefna kauprétt að hlutabréfum og framvirka samninga um kaup á vörum. Regl- urnar eru fábrotnar en meginskilyrði fyrir skráningu annarra verðbréfa er að hlutabréf viðkomandi félags þurfa að vera skráð á opinberum eða viður- kenndum markaði. Um skilyrði fyrir skráningu er að öðru leyti vísað til reglna sem gilda almennt um skráningu verðbréfa og kauphöllin ákveður að rétt sé að beita. Ástæðan fyrir þessum fábrotnu reglum er sú að ekki hefur reynt á skrán- ingu annarra verðbréfa hér á landi og því ekki tilefni til þess að útfæra sérstakar reglur. 9. SKRÁNINGARLÝSING 9.1 Inngangur Kauphallalögin nr. 34/1998 setja það sem skilyrði fyrir opinberri skráningu verðbréfa í kauphöll að lögð sé fram skráningarlýsing,41 sbr. 1. tl. 1. mgr. 17. gr. Hins vegar er engar reglur að finna í lögunum um gerð eða efni skráningarlýsinga. í VII. kafla skráningarreglugerðarinnar nr. 434/1999 er að finna ýmsar reglur um efni skráningarlýsinga, birtingu þeirra og ábyrgð á upp- lýsingum sem koma fram í þeim o.fl. Með reglugerðinni fylgja fjórir viðaukar sem hafa að geyma gátlista um efni skráningarlýsinga. Viðauki I fjallar um efni skráningarlýsingar hlutabréfa, viðauki II um skuldabréf og viðauki III um heimildarskírteini fyrir hlut. í viðauka IV er hins vegar að finna reglur um 41 Á enskri tungu eru notuð yfir skráningarlýsingu hugtökin „listing particulars“ skv. 20. grein kauphallatilskipunar nr. 2001/34/EC og „prospectus" í bandarísku lagamáli, sbr. Hazen: The Law °f Securities Regulation, bls. 92. 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.