Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 56
undanþágur frá birtingu skráningarlýsinga og heimildir til að takmarka efni skráningarlýsinga við tiltekna þætti. Þá er að finna í VII. kafla reglna KÍ nr. 2. um skráningu verðbréfa á Kauphöll íslands hf. ákvæði um skráningarlýsingar. Reglumar endurspegla þær reglur sem gilda um gerð og efni skráningar- lýsinga hjá Evrópusambandinu og koma fram í áðurgreindri kauphallatilskipun nr. 2001/34/EC.42 Viðaukarnir sem fylgja reglugerðinni eru nánast alveg samhljóða viðaukum sem fylgja tilskipuninni en þó með örlitlum staðfærslum. Samkvæmt þessu eru reglur sem gilda um skráningarlýsingar samkvæmt íslenskum rétti samræmdar rétti Evrópusambandsins. Aður en lengra er haldið er rétt að skoða nánar hugtakið skráningarlýsing og bera það saman við hugtakið útboðslýsing. Skráningarlýsing er heiti sem notað er yfir upplýsingagagn sem útgefendum verðbréfa er skylt að gefa út í tengslum við opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll hvort sem slíkri skráningu fylgir útboð á nýjurn verðbréfum eða ekki. Utboðslýsing er hins vegar upplýsinga- gagn sem skylt er að gefa út í tengslum við almennt útboð skv. 25. gr. laga nr. 13/1996 um verðbréfaviðskipti og reglugerð um útboð nr. 477/2001. Sam- kvæmt 28. gr. þeirra laga hefur Fjármálaeftirlitið umsjón með gerð útboðs- lýsinga en getur falið það verkefni öðrum aðila. Minni kröfur er gerðar til efnis útboðslýsinga en skráningarlýsinga og geta því skráningarlýsingar komið í stað útboðslýsinga. 9.2 Almennt um tilgang skráningarlýsinga og efni Grundvallarmarkmiðið að baki gerðar skráningarlýsinga er að tryggja að fjárfestar fái allar þær upplýsingar um útgefandann og verðbréfin sem nauðsyn- legar eru til þess að þeir geti myndað sér skoðun um virði verðbréfanna, sbr. 1. mgr. 17. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999 og 27. gr. reglna KÍ nr. 2. Skrán- ingarlýsingunni er ætlað að tryggja gagnsæi með því að gefa upplýsingar um stöðu útgefandans, áhættuþætti í rekstri útgefanda, framtíðaráform og þau rétt- indi sem fylgja hinum skráðu verðbréfum.43 Annað meginsjónarmið sem liggur til grundvallar reglunum um skráningar- lýsingar er að hún geti verið eina upplýsingagagnið sem fjárfestar þurfi til að byggja afstöðu sína til verðmætis verðbréfanna. Til þess að tryggja þetta hafa verið settar reglur um birtingu skráningarlýsingar og aðrar auglýsingar útgef- enda í tengslum við skráningu sem vikið verður að síðar. Þá er lögð áhersla á að upplýsingar í skráningarlýsingunni séu hlutlægar og tæmandi um þau atriði sem kunna að skipta máli við mat á útgefandanum og verðbréfunum, meðal annars með því að leggja ábyrgð á ýmsa aðila sem koma 42 Sjá Official Journal of the European Communities 2001 (L184), bls. 1. 43 í enskum rétti er það orðað þannig að í skráningarlýsingunni eigi að koma fram þær upplýsingar sem ætla má að fjárfestar og ráðgjafar óski eftir og þeir megi vænta að sé að finna í slíkum gögnum. sbr. Paul L. Davies og D.D. Prentice: Gowers’s Principles of Modem Company Law, bls. 407. 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.