Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 57
að gerð skráningarlýsinga. í þessu sambandi er rétt að nefna að útgefandinn má ekki draga undan neinar óþægilegar upplýsingar um starfsemina sem kunna að leiða til minni áhuga fjárfesta. Sérstök áhersla er lögð á að útgefandinn upplýsi um alla áhættuþætti sem kunna að felast í rekstrinum og því umhverfi sem hann starfar í. Af framangreindum sjónarmiðum leiðir að skráningarlýsing á að vera að- gengileg og skýr þannig að fjárfestar geti með auðveldum hætti tekið afstöðu til þess hvort fjárfesting í verðbréfunum sé vænleg. Talið hefur verið að til þess að skráningarlýsingar fullnægi þessum markmiðum verði útlit og efni þeirra að vera hlutlægt og að gæta verði hófs í framsetningu efnis. Til dæmis hefur sú skoðun verið uppi að almennt sé ekki æskilegt að í skráningarlýsingum séu slagorð, myndir og teikningar sem settar eru fram til þess að gera verðbréfin seljanlegri.44 Þrátt fyrir þetta er heimilt að birta í skráningarlýsingum skipurit, línurit og töflur í þeim tilgangi að gera upplýsingar aðgengilegri fyrir fjárfesta. Til þess að tryggja að efni skráningarlýsingar fullnægi þessum skilyrðum metur stjórn kauphallar efni hennar og getur ófullnægjandi skráningarlýsing leitt til að synjunar á umsókn um skráningu, sbr. 15. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999 og 25. gr. reglna KÍ nr. 2. Ekki er unnt að setja fram einhlítar reglur um það hvemig efni skráningarlýsingar eigi að vera því að það fer mjög eftir eðli starfsemi útgefandans og verðbréfunum hvaða áherslur eru í skrán- ingarlýsingu, sbr. 2. mgr. 17. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999 og 2. mgr. 27. gr. reglna KÍ nr. 2. Við mat á því hvort skráningarlýsing uppfylli skilyrði þeirra reglna sem um efni hennar gilda fer fram heildstætt mat á efni hennar og hvort hún sé til þess fallin að gefa fullnægjandi mynd af starfsemi útgefandans og framtíðarhorfum, þannig að fjárfestar geti mótað sér afstöðu til virðis bréf- anna. Eins og nánar verður vikið að þegar fjallað verður um ábyrgð á skrán- ingarlýsingum þá mun gerð sú krafa að undirbúningur að gerð og efni skrán- ingarlýsinga verði með þeim hætti sem krefjast mætti af góðum og gegnum útgefanda. Við matið verður því að skoða allar reglumar sem um gerð skrán- ingarlýsinga gilda, þau meginsjónarmið sem þær eru reistar á svo og venjur sem mótast hafa á þessu sviði.45 í 2. mgr. 23. gr. dönsku laganna um verðbréfaviðskipti46 er mælt fyrir um að skráningarlýsingar skuli unnar í samræmi við góða skráningarlýsingarhætti (god prospektskik). Með þessu ákvæði er sett fram vísiregla um það hvernig beri að standa að gerð skráningarlýsinga. Miðað er við það hvernig góður og gegn útgefandi myndi vinna skráningarlýsinguna. Samkvæmt þessu fer það eftir þeim mælikvörðum sem almennt eru í gildi á verðbréfamarkaði hvemig efni skráningarlýsingar á að vera. 44 Sjá Andersen og Clausen: Bdrsretten, bls. 163. 45 Sjá hér Erik Werlauff: B0rs- og kapitalmarkedsret, bls. 170. 46 Dönsku lögin um verðbréfaviðskipti eru nr. 725 frá 25.7. 2000 (Lov om verdipapirhandel m.v.). 251
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.