Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 75
sem hann hefur samkvæmt lögum. Óvíst er hvort skyldur framkvæmdastjóra
samkvæmt hlutafélagalögum og samþykktum félags, sbr. 134. gr., fari alltaf
saman við skyldur stjómar skv. 18. gr. skráningarreglugerðar nr. 434/1999. Að
því marki sem framkvæmdastjóri hefur skyldur til þess að aðhafast eitthvað
samkvæmt hlutafélagalögum eða samþykktum félags er sýnt að gerðar verða
strangar kröfur til hans um að hann sýni aðgæslu við útfærslu verkefnisins.
14.2.7 Ábyrgð kauphalla
Eins og áður hefur komið fram er framkvæmdin sú við gerð skráningar-
lýsinga hjá Kauphöll íslands hf. að starfsmenn verðbréfaþingsins fara yfir
skráningarlýsingar og gera við þær athugasemdir eftir því sem þurfa þykir. Er
þessi framkvæmd í samræmi við það sem tíðkast við skráningu í mörgum
öðrum kauphöllum.71 111. gr. kauphallalaga nr. 34/1998 er hlutverk kauphallar
skilgreint. Meginþættimir eru þessi:
• að annast opinbera skráningu verðbréfa og setja reglur um skráningarhæfni.
• stuðla að gegnsæi í viðskiptum með skráð verðbréf.
• gæta þess að jafnræði sé með aðilum í viðskiptunum.
• tryggja öryggi í viðskiptum.
• eftirlit með útgefendum skráðra verðbréfa.
• setning siðareglna.
Af þessu má ráða að kauphallir hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að
efni slaáningarlýsinga uppfylli almennt skilyrði laga. Af stöðu kauphalla er
hins vegar ljóst að ekki verða gerðar sömu kröfur til þeirra og stjórnar og sér-
fræðinga sem útgefandinn ræður til þess að útbúa skráningarlýsingu. Starfs-
mönnurn kauphalla er ekki skylt að láta fara fram sjálfstæða áreiðanleika-
könnun á útgefandanum til þess að tryggja að öllum atriðum sé haldið til haga
í skráningarlýsingunni. Gera verður ráð fyrir að kauphallir beri a.m.k. ábyrgð á
því að skráningarlýsingar uppfylli almennt séð þær viðmiðanir sem lög og
reglur setja en beri ekki ábyrgð á því að allar upplýsingarnar séu réttar eða að
allar upplýsingar hafi komið fram.72 Ef svo ber undir að starfsmenn kauphallar
hafa fengið vitneskju um að tilteknar upplýsingar vanti í skráningarlýsinguna,
og útgefandi ákveður að sleppa því að geta þeirra í skráningarlýsingunni, gæti
71 Við skráningu hlutabréfa í kauphöll í Bandaríkjunum fer Security and Exchange Commission
ynjög ítarlega yfir skráningarlýsingar og hikar ekki við að fara fram á breytingar ef hún telur skrán-
ingarlýsingu ekki uppfylla skilyrði með einhverjum hætti. Sjá hér vefslóðina http://www.sec.gov/.
72 Hjá danska fræðimanninum Erik Werlauff kemur fram sú skoðun að kauphallir hafi skyldu til
þess að hafa eftirlit með því að gæði. innihald og réttmæti upplýsinga sé í lagi. Kemst hann einnig
að þeirri niðurstöðu í umfjöllun sinni að kauphallir geti ekki undanþegið sig ábyrgð með yfir-
lýsingum í tengslum við skiáningu. Erik Werlauff: Bprs- og kapitalmarkedsret, bls. 193-196.
269