Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 79
háttar verðbreytingar á bréfum tæpast koma til skoðunar þar sem í þeim tilvik-
um væri mjög erfitt að sýna fram á orsakatengsl. Ef hins vegar liggur fyrir að
upplýsingarnar, sem voru villandi, voru þýðingarmiklar fyrir afkomu fyrirtækis
og starfsemi almennt og að á svipuðum tíma og þær komu fram verði veruleg
breyting á verði verðbréfa, myndu menn almennt álykta svo að orsakatengsl
teldust sönnuð á fullnægjandi hátt. Ef meintum tjónvaldi tækist hins vegar að
leiða að því líkur að aðrir þættir, sem hann ber ekki ábyrgð á, hafi átt stærstan
þátt í verðbreytingum en hinar villandi upplýsingar lítinn, myndi hann að
jafnaði losna undan ábyrgð.
Dómur Hæstaréttar Danmerkur í svokölluðu Hafniamáli,77 Atvik málsins voru í
stuttu máli þau fyrirtækið Hafnia Holding A/S hafði í júlímánuði 1992 boðið út
hlutafé. Mánuði síðar eða þann 19. ágúst óskaði Hafnia eftir greiðslustöðvun.
Félagið varð síðan gjaldþrota þann 12. maí 1993.1 málinu kom í ljós að skráningar-
lýsingin hafði ekki gefið rétta mynd af stöðu félagsins þegar útboðið fór fram. Talið
var að ýmsar fjárhagslegar upplýsingar hefðu verið ófullnægjandi auk þess sem
tilteknar upplýsingar, sem taldar voru hafa þýðingu, komu ekki fram í skráningar-
lýsingunni. Undirréttur dænrdi bankann sem hafði umsjón með útboðinu og þrjá
endurskoðendur félagsins til bótaábyrgðar. Einnig viðurkenndi hann kröfu annars
aðilans í þrotabú Hafnia. Tveir stjómarmenn voru hins vegar sýknaðir í undirrétti á
þeim grundvelli að þeir hefðu ekki vitað eða mátt vita að umræddar upplýsingar
væru rangar. Þessir stjórnarmenn höfðu einungis starfað í einn mánuð hjá félaginu
og hafði undirbúningur skráningarlýsingar verið langt kominn þegar þeir hófu störf.
í dómi undirréttar kom fram að stefnendur málsins hafi mátt treysta á skráningar-
lýsinguna en ekki þurft að taka mið af viðbótarupplýsingum í fjölmiðlum eða ráð-
gjöf annarra aðila. Þá kemur fram r dóminum að yfirgnæfandi líkur hafi verið á því
að fjárfestar hefðu ekki keypt hluti ef fullnægjandi upplýsingar hefðu legið fyrir.
Raunar kom einnig fram í dóminum að ólrklegt hefði verið að útboðið hefði farið
fram ef fullnægjandi upplýsingar hefðu komið fram.
Hæstiréttur sýknaði hins vegar aðila af öllum kröfum. Niðurstaða Hæstaréttar
byggðist á því að þótt fyrir lægi að tilteknar upplýsingar í skráningarlýsingunni hafi
verið ófullnægjandi hafi orsakir gjaldþrots Hafnia ekki verið að finna í þeim þáttum.
Þeir þættir sem orsökuðu gjaldþrotið að mati Hæstaréttar voru einkum neikvæð
eiginfjárstaða vegna taps á fjárfestingum í félögunum Baltica og Skandia sem rekja
mátti m.a. til þess að Danir felldu Maastrict-sáttmálann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá
tók dómstóllinn fram að í skráningarlýsingunni hefðu skýrlega komið fram upplýs-
ingar um slæma fjárhagstöðu Hafnia og að hlutafjárhækkunin væri liður í fjárhags-
legri endurskipulagningu félagsins.
22 Sjá hér dóm Hæstaréttar Danmerkur í máli nr. 479/1999 sem kveðinn var upp þann 28. júní
2002. Upplýsingar um dóminn er að finna á heimasíðu réttarins http://www.hoejesteret.dk. Dómur
undirréttar (S0- og Handelsret) er frá 2. september 1999 í sameinuðum málum H-0003-97 og H-
0069-97 (FDE 1999:1766).
273