Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Page 83
margslungin og við ákvörðun bótanna verður að taka tillit til allra þátta. Telja
verður að í flóknari tilvikum verði dómstólar hreinlega að meta bætur að áliturn
eins og mörg fordæmi eru fyrir. Skilyrðið er hins vegar að fyrir liggi að tjón hafi
orðið þótt fjárhæð þess sé óviss.80
14.6 Skipting ábyrgðar
Fram hefur komið að margir aðilar geta orðið bótaábyrgir fyrir tjóni fjárfesta
ef skráningarlýsing gefur villandi upplýsingar. Þeir sem bera ábyrgð á því að
upplýsingamar eru rangar, eða með öðrum orðum eru meðvaldir að hinum
villandi upplýsingum með því að hafa ekki sinnt þeim skyldum sem á þeim
hvíla, bera óskipta (solidaríska) ábyrgð á tjóni fjárfestis í samræmi við megin-
regluna um óskipta ábyrgð tjónvalda. Athugunarefni er hins vegar hvemig
ábyrgðin skiptist á milli aðila. í kauphallalögum er ekki að finna sérstakar
reglur um skiptingu ábyrgðar í þessum tilvikum og fer hún því eftir almennum
reglum. í 25. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er að finna almennt ákvæði um
skiptingu skaðabótaábyrgðar. Þar kemur fram að skipta beri tjóninu á milli
aðila, eftir því senr sanngjamt þykir, eftir eðli skaðabótaábyrgðar og atvika að
öðru leyti. Þá ber einnig að taka tillit til þess hvort aðilar hafi ábyrgðartrygg-
ingar sem taka til tjónsins. Mælikvarðar þessir eru mjög teygjanlegir, þannig að
það fer mjög eftir atvikum hverju sinni hvemig ábyrgð kann að skiptast.
Nokkur sjónarmið er þó unnt að setja fram við skiptinguna.
Stjóm félags og þar með stjórnarmenn bera meginábyrgð á því að skrán-
ingarlýsing sé rétt, þannig að ákveðnar líkur eru fyrir því að þeir verði látnir
bera endanlega ábyrgð, einir sér eða með öðmm. Gera má ráð fyrir því ef
félagið sjálft yrði dæmt til að greiða kröfur að það gæti endurkrafið stjómar-
mennina um a.m.k. hluta bótanna á gmndvelli þess að þeir hafi ekki sinnt skyld-
um sínum. Eðlilegt er að þeir beri ábyrgðina frekar en hluthafamir. Ef rekja má
ástæðu fyrir villandi upplýsingum til tiltekins aðila, t.d. endurskoðanda eða
umsjónaraðila, myndi meginþungi ábyrgðarinnar falla á þann aðila. Ef stjómar-
menn hefðu hins vegar mátt átta sig á villunni myndu þeir einnig bera ábyrgð í
þeim tilvikum. Skipting ábyrgðar gæti í þessum tilvikum ráðist af sakarstigi.
15. LOKAORÐ
Þegar skoðaðar hafa verið reglur íslensks réttar um opinbera skráningu
verðbréfa kemur glögglega fram að meginmarkmið reglnanna er að vemda
fjárfesta. Þrjú meginsjónarmið eru ráðandi, þ.e.a.s. að tryggja fullnægjandi upp-
lýsingar um verðbréfin og útgefanda þeirra, jafnræði fjárfesta og öryggi í við-
80 Sjá hér t.d. dóm Hæstaréttar frá 9. desember 1999 (mál nr. 272/1999) í máli sem snérist um
fjárdrátt starfsmanns hjá Natan & Olsen hf. Þar var endurskoðandi dæmdur til að greiða bætur sem
voru metnar að áiitum.
277