Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 83
margslungin og við ákvörðun bótanna verður að taka tillit til allra þátta. Telja verður að í flóknari tilvikum verði dómstólar hreinlega að meta bætur að áliturn eins og mörg fordæmi eru fyrir. Skilyrðið er hins vegar að fyrir liggi að tjón hafi orðið þótt fjárhæð þess sé óviss.80 14.6 Skipting ábyrgðar Fram hefur komið að margir aðilar geta orðið bótaábyrgir fyrir tjóni fjárfesta ef skráningarlýsing gefur villandi upplýsingar. Þeir sem bera ábyrgð á því að upplýsingamar eru rangar, eða með öðrum orðum eru meðvaldir að hinum villandi upplýsingum með því að hafa ekki sinnt þeim skyldum sem á þeim hvíla, bera óskipta (solidaríska) ábyrgð á tjóni fjárfestis í samræmi við megin- regluna um óskipta ábyrgð tjónvalda. Athugunarefni er hins vegar hvemig ábyrgðin skiptist á milli aðila. í kauphallalögum er ekki að finna sérstakar reglur um skiptingu ábyrgðar í þessum tilvikum og fer hún því eftir almennum reglum. í 25. gr. skaðabótalaga nr. 50/1993 er að finna almennt ákvæði um skiptingu skaðabótaábyrgðar. Þar kemur fram að skipta beri tjóninu á milli aðila, eftir því senr sanngjamt þykir, eftir eðli skaðabótaábyrgðar og atvika að öðru leyti. Þá ber einnig að taka tillit til þess hvort aðilar hafi ábyrgðartrygg- ingar sem taka til tjónsins. Mælikvarðar þessir eru mjög teygjanlegir, þannig að það fer mjög eftir atvikum hverju sinni hvemig ábyrgð kann að skiptast. Nokkur sjónarmið er þó unnt að setja fram við skiptinguna. Stjóm félags og þar með stjórnarmenn bera meginábyrgð á því að skrán- ingarlýsing sé rétt, þannig að ákveðnar líkur eru fyrir því að þeir verði látnir bera endanlega ábyrgð, einir sér eða með öðmm. Gera má ráð fyrir því ef félagið sjálft yrði dæmt til að greiða kröfur að það gæti endurkrafið stjómar- mennina um a.m.k. hluta bótanna á gmndvelli þess að þeir hafi ekki sinnt skyld- um sínum. Eðlilegt er að þeir beri ábyrgðina frekar en hluthafamir. Ef rekja má ástæðu fyrir villandi upplýsingum til tiltekins aðila, t.d. endurskoðanda eða umsjónaraðila, myndi meginþungi ábyrgðarinnar falla á þann aðila. Ef stjómar- menn hefðu hins vegar mátt átta sig á villunni myndu þeir einnig bera ábyrgð í þeim tilvikum. Skipting ábyrgðar gæti í þessum tilvikum ráðist af sakarstigi. 15. LOKAORÐ Þegar skoðaðar hafa verið reglur íslensks réttar um opinbera skráningu verðbréfa kemur glögglega fram að meginmarkmið reglnanna er að vemda fjárfesta. Þrjú meginsjónarmið eru ráðandi, þ.e.a.s. að tryggja fullnægjandi upp- lýsingar um verðbréfin og útgefanda þeirra, jafnræði fjárfesta og öryggi í við- 80 Sjá hér t.d. dóm Hæstaréttar frá 9. desember 1999 (mál nr. 272/1999) í máli sem snérist um fjárdrátt starfsmanns hjá Natan & Olsen hf. Þar var endurskoðandi dæmdur til að greiða bætur sem voru metnar að áiitum. 277
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.