Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 85

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 85
þeir geti myndað sér skoðun á virði bréfanna. Fjárfestar eiga ekki að þurfa að leita annað til að fá fullnægjandi upplýsingar. Til þess að tryggja að skráningarlýsingar séu sem best úr garði gerðar er lögð rík skylda á stjórn félags, umsjónaraðila með skráningu og endurskoð- endur að tryggja eftir bestu getu að skráningarlýsingin uppfylli ofangreint nrarkmið. Reynist efni skráningarlýsingar rangt eða villandi er hætta á að til bótaábyrgðar komi. Almennt má gera ráð fyrir að beitt verði ströngu mati við ákvörðun sakar. Til þess að tryggja sem best að nauðsynlegar upplýsingar komi fram og með tilliti til stöðu stjómarmanna og umsjónaraðila er þessum aðilum ráðlagt að fá sérfræðinga til þess að framkvæma áreiðanleikakönnun á útgef- anda áður en skráningarlýsing er gefin út. Við ákvörðun orsakatengsla og fjárhæðar tjóns vakna ýmis álitaefni. Stafa þau fyrst og fremst af þeirri staðreynd að fjölmargir þættir hafa áhrif á verð bréfa sem skráð eru í kauphöll. Oft er staðan sú að ekki er með neinni vissu hægt að fullyrða að rangar eða villandi upplýsingar hafi leitt til verðbreytinga á bréfum, heldur er einungis unnt að leiða að því ákveðnar líkur. A þetta einkum við þegar nokkur tími líður frá útgáfu skráningarlýsingar þar til verðbreyt- ingarnar verða. Gera má ráð fyrir að við þær kringumstæður, þar sem sök liggur fyrir og útilokað er að færa óyggjandi sönnur fyrir orsakatengslum eða fjárhæð tjóns, verði slakað nokkuð á kröfum um sönnun. í þeim tilvikum þegar fyrir liggur að tjón hefur átt sér stað vegna ófullnægjandi skráningarlýsingar, en mikill vafi er uppi um fjárhæð tjóns, má gera ráð fyrir að tjónið verði metið að álitum. Kauphallarstarfsemi á íslandi er rétt byrjuð að slíta barnsskónum. Allnokkur álitaefni hafa komið fram hjá Kauphöll Islands við túlkun á reglunum sem um þessa starfsemi gilda. Efni þeirra ákvarðana er hins vegar ekki aðgengilegt umfram það sem ráða má af almennum fréttum. Nauðsynlegt er að kauphallir verði skyldaðar til þess að birta ákvarðnir sínar með einhverjum hætti til leið- beiningar fyrir aðila sem starfa á þessum markaði. Enn er nánast enga dóma- framkvæmd að finna á íslandi sem horfir til skýringar á kauphallareglum. Af þessum sökum er oft á tíðum erfitt að spá fyrir um það hveming reglur verða túlkaðar.81 81 Skoðanir sem fram koma í greininni um túlkun lagagreina eru alfarið höfundar og þurfa ekki að endurspegla viðhorf Eftirlitsstofnunar EFTA. 279
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.