Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 94

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 94
sjálfstjómarsvæða innan þess. Traust almennings á valdhöfunum er takmarkað en borgaramir brynja sig með þrautseigju, jafnaðargeði og grárri gamansemi, eins og löngum fyrr. Engu að síður einkennist samfélagið af mikilli „gerjun“ í potti hugmynda og framtaks, margir leita nýrra og frumlegra leiða til að sjá sér og sínum farborða, framfarir blasa víða við (m.a. í skjóli nýrra laga), og þess er að vænta að enn muni birta í þjóðmálum þessa mikla rfkis, sem hefur að geyma ómældar náttúruauðlindir og mannauð. Sú hraðvirka og umfangsmikla löggjafarþróun - beinlínis ólga í löggjafar- málum - sem fram fer í Rússlandi um þessar mundir, ber, að mati höfundar þessarar greinar, með sér einhver helstu tíðindi, er nú eru uppi í lagaheimi veraldarinnar og verðskuldar sannarlega fulla athygli allra þeirra, sem leitast við að fylgjast vel með á sviði samanburðarlögfræði.7 A þetta að sjálfsögðu við um ýmis merk löggjafarsvið austur þar, en þó vitanlega ekki hvað síst um borgaralögbókina, sem verið hefur í smíðum undanfarin ár og hefur nú verið lögtekin - a.m.k að mestu leyti. 7 Á þa6 skal bent, að örðugt hefur verið fyrir annarra þjóða menn, sem ekki skilja rússnesku, að fylgjast sem skyldi - og jafnharðan - með þessari þróun, sökum þess m.a. að ný lög frá rússneska þinginu eru að jafnaði ekki þýdd á ensku (eða á aðrar heimstungur) af hálfu stjómvalda þar eða annarra ábyrgra aðila (stjómarskráin frá 1993 hefur þó verið þýdd á ýmis heimsmál og er aðgengileg á Netinu). Þá hefur ekki tíðkast að neinu marki, að rússneskir fræðimenn í lögum riti um fræði sín (þ. á m. umfjöllun um nýjungar í löggjafarmálum ) á öðru máli en sínu eigin, þótt benda megi á nokkrar undantekningar. Á hitt ber þó að líta, að lögvísindamenn frá öðrum þjóðum hafa ritað bækur um rússneskan rétt síðari ára, sbr. dæmi þar um, sem fyrr hafa verið nefhd, og ýmsar tímaritsgreinar um valin efni rússnesks réttar nútímans (sumar eftir rússneska lögvísinda- menn) hafa einnig birst í lagatímaritum, sem gefin eru út við háskóla í vestrænum ríkjum, sbr. eitt hið merkasta dæmið þar um, sem nefnt er í nmgr. 11 hér að aftan. Af athyglisverðum tímarits- greinum um þessi efni má m.a. - auk greinanna, sem nefndar verða í nmgr. 11 - benda á Scott P. Boylan: „The Status of Judicial Reform in Russia“. American University Intemational Law Review, Vol 13, Nr. 5/1998, bls. 1327 og áfr.; Gianmaria Ajani: „By Change and Prestige - Legal Transplants in Russia and Eastem Europe". The American Joumal of Comparative Law, Vol 43, Nr. 1/1995, bls. 93 og áfr.; Oleg Sadikov: „Das neue Zivilgesetzbuch Russlands". Zeitschrift fur Europáisches Privatrecht 1969, bls. 259 og áfr.; E.A. Sukhanov: „Russia's New Civil Code“. Parker School Journal of East European Law, Vol 1, 1994, bls. 619 og áfr.; Lane H. Blumenfeld: „Russia's New Civil Code - The Legal Foundation for Russia's Emerging Market Economy". The Intemational Lawyer, Vol 30, Nr. 3/1996, bls. 477 og áfr.; Steven R. Plotkin: „The Jury Trial in Russia“. Tulane Joumal of Intemational and Comparative Law, vor 1994, bls. 1 og áfr.; Kathryn Hendley: „Remaking an Institution - The Transition in Russia from State Arbitrazh to Arbitrazh Courts“. The American Joumal of Comparative Law, Vol. 46, Nr. 1/1998, bls. 93 og áfr.; Frances Foster: „Information and the Problem of Democracy - The Russian Experience". The American Journal of Comparative Law, Vol 44, Nr. 2/1996, bls. 243 og áfr. Fyrir þá, sem áhuga hafa á rússneskri réttarþróun og á löggjafarmálum austur þar, er rétt að nefna, að mikinn fróðleik um nýjungar á því sviði ásamt ýmsu öðru gagnlegu má nú fá (á ensku) á Netinu frá merku og nýju fyrirtæki, St. Petersburg Civil Law Center, sem hefur aðstöðu við einka- málaréttarskor lagadeildar ríkisháskólans í St. Petersburg, og hefur á að skipa ungum og áhuga- sömum fræðimönnum í lögum, bæði úr hópi fastra kennara þar og annarra starfandi lögfræðinga. en þeir gefa út eins konar nettímarit um nýjungar í rússneskri lögfræði, sem sannarlega er hægt að mæla með. 288
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.