Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Side 99
yrði þá jafnframt síðasti hluti bókarinnar - verði fullsaminn áður en mjög langt
um líður (frumdrög eru þegar til), þótt allt sé í óvissu um lögtöku hans og ekki
skuli fullyrt frekar um það efni í þessari grein.
3.3 Efni og efnisskipan lögbókarinnar í stórum dráttum14
Þeir þrír meginhlutar lögbókarinnar, sem þegar hafa verið lögteknir, skiptast
í ýmsar deildir, síðan í undirdeildir, er aftur greinast í kafla og loks í einstakar
greinar, en greinafjöldi þessara þriggja bókarhluta er til samans 1224. Þótt hér
sé að vísu um myndarlega lögbók að ræða getur hún ekki kallast ýkja „gild-
vaxin“, mælt eftir greinafjölda, sé tekið mið af ýmsum öðrum kunnum borgara-
lögbókum (sbr. t.d. Burgerliches Gesetzbuch með 2385 greinar og Code civil
með 2281 grein). A það ber þó að líta, að margar greinar rússnesku lögbókar-
innar eru efnismiklar. Ovíst er hvert verða muni umfang fjórða hlutans í grein-
um talið, verði hann einhvem tíma lögtekinn, en líklegt er þó, að hann verði
ekki sérlega mikill fyrirferðar.
Fyrsti meginhlutinn, sem telur alls 453 greinar, nær yfir ólík svið einkamála-
réttarins.
Fyrsta deild (1.-208. gr.) fjallar um höfuðreglur borgaralegra réttinda.
Þar eru í upphafi ntargvísleg ákvæði um grunnreglur og réttarheimildir einka-
málaréttar (1.-16. gr.), sbr. nánar hér síðar. Þá koma ákvæði um persónurétt
07.-47. gr.), en í 48.-123. gr. eru fjölskrúðug ákvæði, sem bera yfirskriftina
lögpersónur. Þar er m.a. lýst eðli og stöðu margvíslegra félagaforma o.þ.h. Um
þá hagsmuni, sem reglur einkamálaréttarins taka til, er rætt í 128. gr. og áfr., en
með 153. gr. hefst umfjöllun um löggeminga og réttaráhrif þeirra (því sem næst
almennur samningaréttur).
Önnur deild, sem fjallar um eignarrétt í nokkuð víðtækri merkingu, tekur
yfir 209.-306. gr., en þriðja og jafnframt síðasta deild fyrsta meginhluta lög-
bókarinnar, sem geymir 307.-453. gr., hefur innan sinna vébanda allar megin-
reglur hins almenna hluta kröfuréttarins (í okkar skilningi).
Annar meginhluti lögbókarinnar, 454.-1109. gr., er stærstur og efnismestur
hinna þriggja hluta hennar. Hefur hann þó aðeins að geyma eina deild (fjórðu
deild bókarinnar), og fjalla öll ákvæðin, með einum eða öðrum hætti, um það
réttarsvið, sem við köllum gjarna hinn sérstaka hluta kröfuréttarins og
14 Þess skal getið, að á síðari árum hafa birst nokkrar útgáfur rússnesku lögbókarinnar á ensku (og
einnig á þýsku), en þær þýðingar þykja misjafnar að gæðum. Hér skal sérstaklega mælt með
þýðingu eftir Peter B. Maggs, í samvinnu við A. N. Zhiltsov, á tveim meginhlutum bókarinnar The
Civil Code of the Russian Federation, Parts 1 and 2. Moskva 1997, útg. af Rannsóknarstofnuninni
1 einkamálarétti, sem fyrr getur. Sömu menn hafa nú einnig lokið við drög að þýðingu þriðja
tneginhlutans, sem gekk í gildi 1. mars 2002, og var höfundi þessarar greinar gefið eintak þeirra
draga til einkanota, er hann heimsótti Rannsóknarstofnunina í maímánuði 2002, eins og fyrr var
vikið að. Má vænta þess, að hin enska þýðing nefndra fræðimanna á tveim fyrstu lögbókar-
hlutunum (með síðari breytingum) verði endurútgefin innan tíðar ásamt þýðingu þeirra af þriðja
hlutanum - og hugsanlega einnig þeim fjórða, verði hann lögtekinn bráðlega.
293