Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 99

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Síða 99
yrði þá jafnframt síðasti hluti bókarinnar - verði fullsaminn áður en mjög langt um líður (frumdrög eru þegar til), þótt allt sé í óvissu um lögtöku hans og ekki skuli fullyrt frekar um það efni í þessari grein. 3.3 Efni og efnisskipan lögbókarinnar í stórum dráttum14 Þeir þrír meginhlutar lögbókarinnar, sem þegar hafa verið lögteknir, skiptast í ýmsar deildir, síðan í undirdeildir, er aftur greinast í kafla og loks í einstakar greinar, en greinafjöldi þessara þriggja bókarhluta er til samans 1224. Þótt hér sé að vísu um myndarlega lögbók að ræða getur hún ekki kallast ýkja „gild- vaxin“, mælt eftir greinafjölda, sé tekið mið af ýmsum öðrum kunnum borgara- lögbókum (sbr. t.d. Burgerliches Gesetzbuch með 2385 greinar og Code civil með 2281 grein). A það ber þó að líta, að margar greinar rússnesku lögbókar- innar eru efnismiklar. Ovíst er hvert verða muni umfang fjórða hlutans í grein- um talið, verði hann einhvem tíma lögtekinn, en líklegt er þó, að hann verði ekki sérlega mikill fyrirferðar. Fyrsti meginhlutinn, sem telur alls 453 greinar, nær yfir ólík svið einkamála- réttarins. Fyrsta deild (1.-208. gr.) fjallar um höfuðreglur borgaralegra réttinda. Þar eru í upphafi ntargvísleg ákvæði um grunnreglur og réttarheimildir einka- málaréttar (1.-16. gr.), sbr. nánar hér síðar. Þá koma ákvæði um persónurétt 07.-47. gr.), en í 48.-123. gr. eru fjölskrúðug ákvæði, sem bera yfirskriftina lögpersónur. Þar er m.a. lýst eðli og stöðu margvíslegra félagaforma o.þ.h. Um þá hagsmuni, sem reglur einkamálaréttarins taka til, er rætt í 128. gr. og áfr., en með 153. gr. hefst umfjöllun um löggeminga og réttaráhrif þeirra (því sem næst almennur samningaréttur). Önnur deild, sem fjallar um eignarrétt í nokkuð víðtækri merkingu, tekur yfir 209.-306. gr., en þriðja og jafnframt síðasta deild fyrsta meginhluta lög- bókarinnar, sem geymir 307.-453. gr., hefur innan sinna vébanda allar megin- reglur hins almenna hluta kröfuréttarins (í okkar skilningi). Annar meginhluti lögbókarinnar, 454.-1109. gr., er stærstur og efnismestur hinna þriggja hluta hennar. Hefur hann þó aðeins að geyma eina deild (fjórðu deild bókarinnar), og fjalla öll ákvæðin, með einum eða öðrum hætti, um það réttarsvið, sem við köllum gjarna hinn sérstaka hluta kröfuréttarins og 14 Þess skal getið, að á síðari árum hafa birst nokkrar útgáfur rússnesku lögbókarinnar á ensku (og einnig á þýsku), en þær þýðingar þykja misjafnar að gæðum. Hér skal sérstaklega mælt með þýðingu eftir Peter B. Maggs, í samvinnu við A. N. Zhiltsov, á tveim meginhlutum bókarinnar The Civil Code of the Russian Federation, Parts 1 and 2. Moskva 1997, útg. af Rannsóknarstofnuninni 1 einkamálarétti, sem fyrr getur. Sömu menn hafa nú einnig lokið við drög að þýðingu þriðja tneginhlutans, sem gekk í gildi 1. mars 2002, og var höfundi þessarar greinar gefið eintak þeirra draga til einkanota, er hann heimsótti Rannsóknarstofnunina í maímánuði 2002, eins og fyrr var vikið að. Má vænta þess, að hin enska þýðing nefndra fræðimanna á tveim fyrstu lögbókar- hlutunum (með síðari breytingum) verði endurútgefin innan tíðar ásamt þýðingu þeirra af þriðja hlutanum - og hugsanlega einnig þeim fjórða, verði hann lögtekinn bráðlega. 293
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.