Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 102

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2002, Blaðsíða 102
Um gildi fjölþjóðlegra samninga, sem binda rússneska ríkið varðandi einka- réttarmálefni borgaranna, er fjallað í 7. gr. 8. gr. hefur að geyma nákvæma og tæmandi upptalningu þeirra heimilda, sem þau réttindi er lögbókin tekur til geta byggst á, en í 9. og 10. gr. ræðir um nýtingu borgaralegra réttinda og takmarkanir nýtingarheimilda. Þar er tekið fram, að borgurum og lögpersónum sé heimilt að nýta sér þau réttindi, sein þeim séu áskilin; velji rétthafi þann kost að nýta sér ekki rétt sinn falli réttindin ekki niður af þeim sökum nema á annan veg sé mælt fyrir í lögum. Sú breytni rétthafa gagnvart öðrum, sem einvörðungu miðar að því að valda þeim tjóni, er bönnuð, sem og annars konar misnotkun borgaralegra réttinda. 111., 12. og 13. gr. er fjallað um þá vernd, sem borgurum og lögpersónum er áskilin til að fá notið réttinda sinna, m.a. fyrir tilstilli dómstólanna. Um almenna heimild rétthafa til að vernda sjálfir borgaraleg réttindi sín er ákvæði í 14. gr., en þar segir einnig, að aðferð sú, sem notuð er í því skyni, megi ekki vera harkalegri en ógnunin við réttindin gefi tilefni til. I 15. og 16. gr. ræðir um skaðabætur vegna tjóns sökum brota gegn borgara- réttindum og lögð áhersla á fullar bætur í því sambandi. Tekið er fram, að m.a. skuli bæta þann kostnað, sem hlýst af því að ná aftur réttindum, sem skert voru með ólögmætum hætti. Einnig er sérstaklega kveðið á um bætur vegna réttinda- skerðingar sökum ólögmætra ákvarðana opinberra aðila. 4. LOKAORÐ Mikilvægi hinnar nýju rússnesku lögbókar fyrir viðgang lýðréttinda og almenna réttarþróun þar í landi, er hafið yfir allan vafa. Hún er eins konar „flaggskip“ í hinum margskrúðuga flota lagafyrirmæla, sem miða að endurreisn réttarkerfis Rússlands og ætlað er að bæta efnahag og þjóðlíf - að því marki, sem löggjöf getur verið þess megnug. Meðal lögfræðinga austur þar hefur lögbókin iðulega verið nefnd „stjómar- skrá efnahagslífsins“, enda þótt vitaskuld hafi hún ekkert formlegt stjómar- skrárgildi. Þó að hún byggi um margt á kennisetningum, hugtökum og höfuð- reglum, sem alkunn eru í vestrænni lögfræði, ber hún einnig sterkt „þjóðlegt“ svipmót, sem er sérstætt að ýmsu leyti og mótast m.a. af hinni miklu umbylt- ingu í stjórnar- og samfélagsháttum, er geisað hefur á hinum síðari árum í þessu stærsta landi heims. Unt lögbókina verður ekki sagt með sanni, að hún sé rituð af lögfræðingum fyrir lögfræðinga (eins og mælt var um þýsku borgaralögbókina á sínum tíma), heldur leituðust höfundar hennar við að setja efnið fram með þeim hætti, að sem flestum væri vel skiljanlegt - þótt sumt verði auðvitað ekki skilið til fullnustu án sérstakra skýringa, eins og hlýtur almennt að eiga við um viðamikla og marpslungna löggjöf, eins þótt vönduð sé. Akvæði lögbókarinnar eru að sjálfsögðu yfirleitt ekki tæmandi, þótt allítar- leg kunni að vera, og af þeim sökum skapast allmikið svigrúm til beitingar lögjöfnunar og síðan meginreglna laga og eðlis máls, þegar annað þrýtur, eins 296
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.