Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 19
bótaábyrgð hans af öðrum ástæðum, sbr. síðar. Sem dæmi um mál, þar sem ágreiningur hefur verið um orsakatengsl, má benda á: H 1995 2592 L, sem rak útfararþjónustu sem sameignarfélag, taldi að Kirkjugarðar Reykjavíkur- prófastdæma, K, sem einnig ráku slíka þjónustu, hefðu notað hluta af kirkjugarðs- gjöldum til þess að niðurgreiða þjónustuna. Talið var, að markaðshlutdeild L hefði minnkað við samkeppni þá, sem hann fékk frá K, og að ekki væri óvarlegt að líta svo á, að eftir að K jók starfsemi sína, hefði lægra verð á þjónustu hans mjög ráðið því, að L missti viðskipti, en hann gat ekki keppt við K á jafnréttisgrundvelli. Talið var nægilega í ljós leitt, að L hefði orðið fyrir tjóni, sem rekja mætti til hinnar ólög- mætu ráðstöfunar K á kirkjugarðsgjöldum. K var dæmt til að greiða L skaðabætur. Tveir dómenda skiluðu sératkvæði. Þeir töldu, að ýmsar aðrar ástæður, sem ekki voru raktar til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi K, gætu skýrt dvínandi markaðs- hlutdeild L. Þeir töldu því ekki sannað, að orsakatengsl væru milli ráðstöfunar K á kirkjugarðsgjöldum og tjóns L vegna minnkandi markaðshlutdeildar. Vildu þeir því sýkna K af kröfum L. Aðrir dómar veita vísbendingar um, að meiri kröfur kunni að vera gerðar til sönnunar um orsakatengsl milli háttsemi og frumtjóns, en milli frumtjóns og afleiðinga. Fleiri dómar, þar sem ekki er talin liggja fyrir sönnun um orsaka- tengsl milli háttsemi og frumtjóns, eru t.d. H 1977 516 og H 1999 905. 2.7.3 Sérstakar reglur um sönnun orsakatengsla Þótt það sé almenn regla í skaðabótarétti, að sá sem hefur uppi skaðabóta- kröfu verði bæði að sanna að háttsemi þess, er hann beinir kröfunni gegn, sé saknæm eða sé bótaskyld eftir öðrum reglum, og að orsakasamband sé milli hinnar bótaskyldu háttsemi og tjóns, er ljóst, að stundum er vikið frá þessari reglu, þannig að ekki er krafizt ótvíræðrar sönnunar um orsakatengslin. Er það einkum gert, þegar sök er sönnuð og líkur benda til, að tjónið sé afleiðing sakar, þótt ekki verði færðar á það fullar sönnur.18 Dæmi þessa má einnig sjá, þegar frumtjón er sannað og skaðabótaskylda á því talin vera fyrir hendi, en ekki fullar sönnur um afleiðingamar. Þessi beiting dómstóla á sönnunarreglum um orsakatengsl, sem oft felst í því, að sönnunarbyrði um orsakatengsl er milduð eða henni jafnvel er snúið við, eftir að búið er að sanna saknæma háttsemi, er áberandi á sumum sviðum skaðabótaréttar. í fyrsta lagi hefur verið bent á líkamstjón í þessu sambandi.19 Má benda á ýmsa dóma, þar sem ekki sýnast gerðar ríkar kröfur til sönnunar um orsaka- samband milli hinnar bótaskyldu háttsemi og afleiðinga, sem e.t.v. koma fram löngu síðar. Hér má nefna sem dæmi H 1961 793. 18 Sbr. t.d. Arnljótur Björnsson: „Hæstaréttardómur frá 21. marz 1986“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 1986, bls. 62-71, hér bls. 66. 19 A. Vinding Kruse: Erstatningsretten, bls. 144; Jan Hellner og Svante Johansson: Skadestándsratt, bls. 200 og Peter I.odrup: Lærebok i erstatningsrett, bls. 328 (nefnir vinnuslys). 323
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.