Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 31
takmörkuð með vísan til reglna um sennilega afleiðingu, án þess að unnt sé að
segja, að afleiðing sé fjarlæg eða óvenjuleg, eða á skorti að hætta á því tiltekna
tjóni hafi verið aukin við hina saknæmu háttsemi. Nefna má tvo gamla íslenzka
dóma sem dæmi um þetta:
H 1934 836
Togari sigldi á vélbát úti fyrir Austfjörðum. í bótamáli útgerðar og vátryggjanda
vélbátsins var fallizt á bótaskyldu togaraeigandans. Dæmdar voru bætur fyrir missi
báts og veiðarfæra og lausra muna í bátnum. Þá voru dæmdar bætur fyrir missi launa
og glataðra muna skipverja á bátnum, þ.e. bátsmanna, skipstjóra og háseta. Á hinn
bóginn var því hafnað að dæma bætur vegna tjóns, er fólst í launagreiðslum til
tveggja landmanna og hlut, sem félli í þeirra skaut. Var það rökstutt svo, að óút-
reiknanlegt væri, er slík slys bæri að höndum, hvaða hagsmunir og hverra manna
hagsmunir í landi annarra en útgerðarmanna, eigenda og vátryggjenda kunni að vera
tengdir við skip. Skylda til að bæta tjón á sltkum hagsmunum „myndi verða of víð-
tæk og með öllu ófyrirsjáanleg og óyfirsjáanleg".
Tekið skal fram, að landmenn í þeirri merkingu, sem fram kemur í dóminum,
höfðu sömu stöðu og skipverjar, þ.e. rétt til launa og aflahlutar og töldust til
áhafnar báta.
H 1936 243
I þessu máli lézt drengur nokkur, er skorsteinn, er verið var að flytja á vörubílspalli,
valt af pallinum og yfir drenginn. Talið var að eigandi bifreiðarinnar bæri ábyrgð á
slysinu. I bótamáli, sem faðir drengsins höfðaði, var bifreiðareigandinn dæmdur til
að greiða bætur vegna útfararkostnaðar og kostnaðar við leiði á gröf drengsins. Á
hinn bóginn var sýknað af kröfu um bætur fyrir vinnutekjutap föður drengsins,
vegna þess að hann þurfti að vera hjá móður hans, er fékk andlegt áfall við slysið.
Var það rökstutt svo, að rétturinn teldi, að þetta tjón væri „ekki nógu eðlileg né bein
(adækvat) afleiðing slyssins“ til að hægt væri að krefjast bóta úr hendi bifreiðareig-
andans gegn andmælum hans.
Ymsir dóntar eru til, þar sem dæmdar eru bætur, þótt ætla megi, að fæstir
telji afleiðingar hinnar bótaskyldu háttsemi sennilegar. Sem dæmi um þetta má
nefna:
UfR 1974, bls. 967
Kona nokkur á miðjum aldri, K, lenti í maí 1970 í umferðarslysi, sem eigandi
bifreiðarinnar bar ábyrgð á. K slasaðist alvarlega, hlaut m.a. heilaskaða, sem leiddi
til þess að varanleg örorka hennar var talin 100%. í desember 1972, þ.e. um tveimur
og hálfu ári eftir slysið, lézt K af brunasárum. Þau hlaut hún fjórtán dögum áður
þannig, að hún kveikti sér í vindlingi, er hún var að bursta skó, en við það notaði hún
cellulósaþynni. Varð af bál, er eldur komst í þynninn og gufur er stigu upp af honum.
I bótamáli, þar sem uppi voru kröfur vegna andláts hennar, var m.a. deilt um það,
hvort um væri að ræða sennilegar afleiðingar þeirrar háttsemi, er leiddi til umferðar-
óhappsins. Talið var í dómi Eystri Landsréttar, að þessar afleiðingar umferðar-
335