Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2002, Síða 67
leit í bifreiðinni, fundu áfengið og handtóku þá K og G fyrir grun um áfengis- og tollalagabrot. í ákæruskjali var framangreind háttsemi talin varða við 131. gr. og 1. mgr. 148. gr., sbr. 138. gr. hgl. M var sakfelldur í héraðsdómi samkvæmt ákæru og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. í H 1989 512 voru A, lögregluþjónn, og V, lögregluvarðstjóri, m.a. ákærðir fyrir hátt- semi er í ákæru var talin varða refsingu samkvæmt 131. gr. hgl. en til vara við 132. gr. Á var gefið að sök að hafa farið fyrir og stjómað för lögreglumanna að dvalarstað S og handtekið hann að nauðsynjalausu vegna kæru sonar Á á hendur S fyrir meint spjöll á bifreið sonarins. Var S fluttur í handjámum á lögreglustöðina við Hverfis- götu 113. Ákærða V var gefið að sök að hafa sem varðstjóri í fangamóttöku á lög- reglustöðinni, er komið var með S, ákveðið vistun hans í fangaklefa þrátt fyrir að enga nauðsyn bæri til slíkrar vistunar. Héraðsdómur taldi ekki unnt að slá því föstu að handtaka S hefði verið að nauðsynjalausu og taldi hlutræn skilyrði handtökunnar fyrir hendi. Þá taldi dómurinn heldur ekki sannað að vistun S í fangageymslu hafi verið að nauðsynjalausu. Voru því Á og V sýknaðir af þessum ákærulið. I dómi Hæstaréttar var þessi niðurstaða héraðsdóms staðfest. 2.3.2 Álitaefni sem vakna með samanburði við 146.-149. gr. dönsku hgl. Orðalag 130.-133. gr. hgl. er að meginstefnu til bein þýðing á 146.-149. gr. dönsku hgl. Þó er rétt að benda á að í 130. gr. hgl. er hugtakið „ranglæti" við úrlausn máls eða meðferð þess notað til þess að lýsa háttsemi þeirra opinberu starfsmanna, þ.e. handhafa dómsvalds eða annars opinbers úrskurðarvalds um lögskipti, sem ákvæðið tekur til. í 146. gr. dönsku hgl. er á hinn bóginn notað hugtakið „uretfærdighed“ sem hefur beinni skírskotun til ólögmætis enda hefur það af hálfu danskra fræðimanna verið skýrt sem „forsætlig lovstridig afg0relse“.28 Hugtakið „ranglæti" í íslenska ákvæðinu er að þessu leyti rýmra samkvæmt almennri málnotkun. Tilvísun til þess að úrlausn máls eða meðferð þess af hálfu handhafa dómsvalds eða opinbers úrskurðarvalds hafi verið „ólög- mæt“ væri heppilegra orðalag, m.a. með tilliti til hugtakanotkunar í 146. gr. dönsku hgl. Hér má þó hafa í huga þær skýringar úr lögskýringargögnum að baki íslensku lögunum, sem að framan er vitnað til, að „ranglæti við meðferð máls sé því aðeins refsivert eftir þessari grein að það hafi átt að miða að rangri niðurstöðu málsins“. Ella myndi röng aðferð við meðferð málsins varða við 132. gr. hgl. Af samanburði 131. gr. hgl. og 147. gr. dönsku hgl. sést að orðið „ransagn- ing“ hefur verið þýtt sem „rannsókn“ og þannig fram sett í 131. gr. hgl. Þær verknaðaraðferðir sent ákvæðið fjallar um eiga það hins vegar allar sammerkt að vera þvingunarráðstafanir í þágu opinberrar rannsóknar sem þeim opinberu starfsmönnum, sem eiga að halda uppi „refsivaldi ríkisins“, er að lögum heimilt að beita. Það er því ekki rökrétt að telja upp „rannsókn“ sem eina af hinum ólög- legu aðferðum sem ákvæðið fjallar um. Hin rétta þýðing danska hugtaksins 28 Sjá hér t.d. Vagn Greve, Asbjorn Jensen & Gorni Toftegaard Nielsen: sama rit, bls. 92. 371
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.