Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 42

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 42
honum til efnda. Hér gildir ekki sami áskilnaður og í 1. mgr. að vanefndir séu veru- legar. Ákvæðið á aðeins við þegar neytandi greiðir ekki kaupverðið og nær ekki til seinkunar sem verður áður en viðbótarfrestur rennur út. Riftun getur ekki farið fram fyrr en eftir að viðbótarfresturinn er úti, en þó einnig fyrir þann tíma ef seljandinn hefur veitt tilkynningu frá neytanda viðtöku um að hann ætli ekki að efna skuldbind- ingar sínar. Ákvæðið er að öðru leyti sambærilegt 3. mgr. 23. gr. laganna og ber að skýra með sama hætti.71 Seljandi í fasteignakaupum getur samkvæmt 3. mgr. 51. gr. fast.kpl. rift ef kaupandi greiðir ekki innan sanngjarns viðbótarfrests sem seljandi hefur veitt fyrir greiðslu, eða tekur ekki við fasteigninni innan þess frests sem seljandi hefur sett, og hann hefur sérstaka hagsmuni af því að geta afhent eignina. Áður en viðbótarfresturinn er liðinn getur seljandi ekki rift nema því aðeins að kaupandi hafi sagt að hann muni ekki efna skyldur sínar innan frestsins. Er þetta sama regla og í 2. mgr. 32. gr. lag- anna. Árétta ber að seljandi fasteignar getur sett slíkan frest, bæði ef kaupandi hefur ekki greitt kaupverðið réttilega og líka þegar um viðtökudrátt er að ræða af hans hálfu, enda hafi seljandi sérstaka hagsmuni af því að geta afhent eignina. 5.5 Riftun þegar kaupandi hefur veitt söluhlut viðtöku í fyrri málsl. 4. mgr. 54. gr. kpl. kemur fram takmörkun á rétti seljanda til riftunar þegar kaupandinn hefur þegar veitt söluhlut viðtöku. Seljandinn getur þegar svo stendur á því aðeins rift að hann hafi gert um það fyrirvara eða kaup- andinn hafni hlutnum. Til viðbótar verður almennum skilyrðum riftunar skv. 1.- 3. mgr. 54. gr. einnig að vera fullnægt. Fyrirvari af því tagi sem hér var nefndur getur verið orðaður beint eða óbeint. Framangreind skírskotun til þess að kaup- andinn hafni hlutnum á við þegar kaupandinn hafnar honum af öðrum ástæðum en vegna vanefnda af hálfu seljanda. En ákvæðið getur einnig átt við ef kaup- andinn hafnar hlutnum með vísun til vanefnda af hálfu seljanda sem seljandinn mótmælir jafnhliða því að seljandinn riftir kaupum vegna greiðsludráttar. í 3. mgr. 45. gr. neyt.kpl. er sambærilegt ákvæði og 4. mgr. 54. gr. kpl. Þar segir að hafi neytandi þegar veitt söluhlut viðtöku geti seljandi því aðeins rift kaupunum að hann hafi gert um það fyrirvara eða neytandi hafni hlutnum. Um skýringu á ákvæð- inu má vísa til þess sem segir um 4. mgr. 54. gr. kpl.72 í 4. mgr. 51. gr. fast.kpl. kemur fram að seljandi getur ekki rift eftir að afsal hefur verið gefið út til kaupanda nema hann hafi sérstaklega áskilið sér það. I þessu felst að með útgáfu afsals firrir seljandi sig rétti til að rifta nema hann hafi gert sérstakan áskilnað um það. Þetta hefur verið talin meginregla í íslenskum rétti og samrýmist því eðli afsalsins að vera lokakvittun seljanda fyrir því að kaupandi hafi efnt skyldur sínar að fullu. Hagsmunir seljanda eru ekki skertir með þessu, enda hefur hann heimild til þess að halda að sér höndum með útgáfu afsals, og afhendingu ef því er að skipta, ef kaupandi efnir ekki skyldur sínar.73 71 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 66. 72 Alþt. 2002-2003, þskj. 904, bls. 66. 73 Alþt. 2001-2002, þskj. 291, bls. 59-60. 252
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.