Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 72

Tímarit lögfræðinga - 01.11.2003, Qupperneq 72
MDE viðurkenndi aftur á móti ekki það markmið verkfallsins að mótmæla einkavæðingu eða vemda aðra starfsmenn en félaga stéttarfélagsins. Bendir þessi afstaða til þess að markmið verkfalla þurfi að vera að gæta starfstengdra hagsmuna félaga hlutaðeigandi stéttarfélags til að þau njóti vemdar samkvæmt ákvæðinu, jafnvel þannig að markmið verkfalla verði að vera að ná fram kjara- samningi.29 í máli Samtaka úthafsstarfsmanna gegn Noregi frá júní 2002 var deilt um bann við verkföllum starfsmanna í olíuiðnaði og þvingaða gerðardómsmeðferð, en ákvörðun norsku ríkisstjórnarinnar um þessar aðgerðir var tekin eftir að verkfallið hafði staðið í mjög skamman tíma.30 Var litið svo á að bannið við verkföllunum varðaði réttindi sem vemduð væru í I. mgr. 11. gr. Því tók MDE til athugunar hvort aðgerðir ríkisins yrðu réttlættar á grundvelli 2. mgr. 11. gr. Dómstóllinn var ekki í vafa um að bannið við verkföllunum hefði byggst á lög- um og að það þjónaði lögmætum markmiðum þar sem það væri í þágu öryggis almennings og til vemdar réttindum og frelsi annarra auk heilsu. Að mati dóms- ins voru uppi sérstakar aðstæður í þessu máli þar sem um væri að ræða orku- geirann, einkum framleiðslu á olíu og gasi, þar sem truflun á starfsemi gæti haft í för með sér tafarlaus og mjög alvarleg áhrif á alþjóðlega dreifingu, einkum í Evrópu. Því til viðbótar væri hætta á skemmdum í tæknibúnaði ef lokun á olíu- borpöllunum stæði yfir í langan tíma sem gæti leitt til verulegra og neikvæðra áhrifa fyrir heilsu og öryggi manna sem og umhverfið. Hin háu laun starfs- manna í þessum geira miðað við aðra bentu heldur ekki til þess að ríkið hefði gengið of langt í aðgerðum sínum. Með vísan til aðstæðna málsins hefðu að- gerðir ríkisins sem byggðu ekki aðeins á efnahagslegum forsendum ekki gengið lengra en ríkinu var heimilt. Dómstóllinn tók sérstaklega fram að þessa niður- stöðu mætti ekki skilja þannig að dómstóllinn myndi í sérhverju tilviki sam- þykkja efnahagsleg rök fyrir því að binda enda á verkföll með þvingaðri gerð- ardómsmeðferð.31 Gagnstætt UNISON málinu endurskoðaði dómstóllinn hér vandlega mat ríkisins á nauðsyn takmarkananna á verkfallsréttinum. Þá vekur einnig athygli áhersla dómsins á að aðgerðimar hafi ekki aðeins byggst á efna- hagslegum forsendum. Gefur það til kynna, þegar rök þau sem ríkisstjóm legg- ur fram og dómstóllinn tekur til greina eru eingöngu efnahagslegs eðlis, að dómstóllinn muni gera strangari kröfur til ríkisins um að aðgerðir þess hafi verið nauðsynlegar í þágu lögmæts markmiðs. Enn er þó afstaða MDE sú að svigrúm ríkisins til mats á nauðsyn aðgerða sé verulegt. Er þess þá einnig að gæta að málinu var vísað frá sem þýðir að dómstóllinn taldi væntanlega engan vafa á því að aðgerðimar stæðust með tilliti til sáttmálans. 29 Sjá Tonia Novitz: Intemational and European Protection of the Right to Strike, bls. 286-287. 30 í forsendum dómsins kemur fram að verkfallið hafi staðið í um 36 klst., en af málavöxtum má ráða að það hafi staðið í enn skemmri tíma. 31 Federation of Offshore Workers' Trade Unions gegn Noregi (mál nr. 38190/97), ákvörðun 27. júní 2002. Sjá umfjöllun um sömu aðgerðir norsku ríkisstjómarinnar í kafla 2.5.4. 282
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.