Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 7
5
n.
Er vér heilsum nýju háskólaári, minnumst vér í virðingu og
þökk látinna starfsmanna.
Prófessor Níels Dungal, fyrrv. háskólarektor, andaðist
skömmu eftir síðustu háskólahátíð, hinn 29. okt. 1965. Níels
Dungal var kennari við Háskólann nálega 40 ár, fyrst dósent,
en prófessor síðan 1932. Hann gegndi rektorsembætti 1936—
1939. Prófessor Níels Dungal var fjölgáfaður maður, mikilhæf-
ur vísindamaður og fjörmikill og vekjandi kennari. Hann var
atorkusamur framkvæmdamaður, svo sem vel lýsti sér í því
stórvirki að koma upp húsnæði fyrir rannsóknarstofnun Há-
skólans í meina- og sýklafræði á kreppuárunum. Veitti hann
stofnuninni forstöðu af miklum dugnaði öll þau ár, sem hann
var starfsmaður Háskólans. Rektorsembætti gegndi hann á
þeim tíma, er háskólabyggingin var í smíðum, og munaði mik-
ið um forystu hans. Eftir hann liggja margvísleg ritverk, og
má tvímælalaust telja hann einn kunnasta vísindamann íslenzk-
an á síðari árum, einkum vegna rannsókna hans á krabba-
meini.
Þá vildi ég minnast vígslubiskups, dr. Bjarna Jónssonar, er
andaðist hinn 19. nóv. 1965. Séra Bjarni var prófdómandi við
guðfræðideild frá stofnun Háskólans 1911 og allt til 1963, svo
sem áður hefir verið rætt um hér á háskólahátíð, og er svo
löng og dygg þjónusta við háskóla næsta einstæð. Vil ég að
nýju mega láta í Ijós, hve mikils Háskólinn metur það, að hinn
mikilhæfi vígslubiskup skyldi starfa hér við Háskólann um
röskrar hálfrar aldar skeið af þeirri alúð og festu, sem auð-
kenndi öll hans störf. Séra Bjarni var, sem kunnugt er, sæmdur
doktorsnafnbót í guðfræði við Háskóla Islands árið 1941.
Kristinn Ármannsson, fyrrv. rektor, dósent í grísku, andað-
ist hinn 12. júní 1966. Hann var starfandi kennari við Háskól-
ann allt til dánardægurs síns og hafði verið það síðan 1925
eða í 41 ár. Kristinn Ármannsson var fágætlega vandaður mað-
ur, mikilhæfur kennari og drengskaparmaður í hvívetna. Aðal-
starf sitt vann hann við Menntaskólann í Reykjavík, en hann