Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Síða 32
30
orku, góðvildar og mannbóta, en ekki til þess að draga úr yður
dug og ala með yður lífsleiða.
Ég el þá von, að háskólaárin verði yður til mikils gagns og
margvíslegrar gleði og að yður auðnist hér í Háskólanum að
leggja traustan grundvöll undir lífsstarf yðar og að þér hverf-
ið héðan starffúsir menn, góðviljaðir og vel menntir.
Mig langar að lokum til að minna yður á orð, sem töluð
voru fyrir nálega 2400 árum. 1 hinni frægu ræðu sinni komst
Perikles m. a. svo að orði um lífsviðhorf Aþenumanna:
„Vér unnum fegurð, ef henni fylgir hóf, og vér unnum speki,
ef dugur ekki dvínar. Auð höfum vér fremur sem tæki til fram-
kvæmda en til oflætis. Vér erum öðrum fremri í því, að vér
erum hinir djörfustu til athafna, en hugleiðum manna mest
það, sem vér ætlum að ráðast í.“
Hér er í fleygu máli og sígildu lýst miklum lífssannindum og
lífsspeki. Manngildishugsjónir Aþenumanna hinna fornu og
horf þeirra til lífsins mega enn í dag vera oss öllum til um-
hugsunar.
Ég býð yður að nýju hjartanlega velkomin í Háskólann.
Ungu háskólaborgarar, gjörið svo vel að ganga fyrir mig og
heita því með handtaki að virða í hvívetna lög og reglur Há-
skólans.
Að svo mæltu afhenti rektor nýstúdentum borgarabréf, en
einn úr þeirra hópi, stud. jur. Gunrilaugur Claessen, ávarpaði
Háskólann. Rektor sleit athöfninni, og lauk henni með því að
samkomugestir sungu þjóðsönginn.
III. ATHAFNIR TIL AFHENDINGAR
PRÓFSKÍRTEINA
fóru fram hinn 4. febrúar 1967 á kennarastofu og 14. júní í
hátíðasal. Ávarpaði rektor kandídata, en deildarforsetar af-