Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 36

Árbók Háskóla Íslands - 01.04.1967, Side 36
34 skil milli þeirra, er Ijúka vilja menntaskólanámi án þess að hefja háskólanám, og hinna, er stunda vilja slíkt nám. Æski- legt er, að stúdentar fari ekki til erlendra háskóla, fyrr en þeir hafa verið eitt ár hér við háskólann, miðað við þá breytingu, sem hér var drepið á. Ég hygg, að unnt sé fyrir allan betri hluta námsmanna að skila námsefni, sem ekki veitti lakari undirbúning að háskólanámi en núverandi stúdentspróf hér á landi, á mun skemmri tíma en þeim, sem nú er tíðkanlegur, enda komi til nokkur tilfærsla í námsefni og einbeittara skóla- starf og meiri sveigjanleiki í skólakerfi en nú er, þar sem veitt sér meira svigrúm til að taka tillit til námsgetu að ráðum sérfræðinga og skólamanna. Ég get aðeins drepið nánar á fá- ein atriði þessa máls. Ég hefi fylgzt undanfarin ár með náms- efni barna í barnaskólum og á fræðsluskyldustigi. Langt er frá því, að ég sé talsmaður þess, að börnum sé ofþjakað með námi, en hitt er ekki síður varhugavert að ætla börnum óeðli- lega lítil verkefni. Ég kemst ekki hjá því að benda á, að svo er þessu farið t. d. með 9 og 10 ára börn í barnaskólum. Eftir mínum skilningi er fullkomlega verjandi að ætla meðalgreindu barni að skila því námsefni, sem nú dreifist á þessi tvö ár, á einu ári, væntanlega þó með örlítilli tilfærslu á námsefni 8 og 11 ára bekkja. Tungumál er byrjað að kenna skaðlega seint hér á landi, og ætla ég, að með því að hefja kennsluna 2 árum fyrr, geti nemendur hagnýtt sér nálega jafn mikið námsefni og nú er gert til stúdentsprófs, þótt stúdentsaldur verði lækk- aður með þeim hætti, sem vikið var að hér áður. Þess er þó að geta í því sambandi, að ógerlegt er að halda þeirri stefnu óbreyttri að kenna jafn mörg erlend tungumál og nú er. Er ólíkt hyggilegra að kenna þrjú erlend tungumál til nokkurrar hlítar en fimm tungumál, svo sem nú er gert. Raunvísindanám þarf einnig að sínu leyti að hefja fyrr en nú er tíðkað, og má einskis láta ófreistað að bæta menntun kennara í þeim greinum. Rétt virðist vera að auka fjölbreytni í námsefni og veita aukinn kost á kjörgreinum, en þó tel ég þá stefnu var- hugaverða, að nemendur taki að sérhæfa sig snemma, mér finnst menntaskólanámið eigi fyrst og fremst að stuðla að al-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.