Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 6
2
jafnsterkar hjá þjóðinni á fyrri timum sem þær eru nú.
Á þeim tíma; sem þessar kröfur eru sterkastar, lilýtur
þeim að vera hezt fullnægt. Þá hlýtur mannkærleikur-
inn að vera mestur, og virðingin mest og ræktarsemin
við það, sem nytsamt er og gott, og sjónin skörpust til
að sjá allt, sem gott er í landinu og hjá þjóðinni, og
áhuginn mestur og viljinn sterkastur til að styðja það
og hlynna að því; þá hlýtur vellíðanin að vera mest og
efnahagurinn beztur, dugnaðurinn mestur og hyggindin,
þau er í hag koma. Allt þetta hlýtur að vera meira og
betra nú en nokkru sinni áður, ef svo er, að þessar
„kröfur nútímansu hafa aldrei verið svo sterkar og
ríkar sem þær eru nú.
í nálega öllum ræðum og ritum, þar sem talað er
um líf þjóðarinnar og hag landsins á þessum tímum í
samanburði við liðna tímann, er nútíminn kallaður fram-
faratími. Þó að þetta sje að líkindum eigi rangnefni,
þá er hitt víst, að ennþá betra og sannara einkenni
uútímans er að kalla hann breytingatíma. Það eru svo
miklar breytingar á þessum tímum, að það breytist nú
jafnvel meira á 10—20 árum en áður á 100 árum.
Það er nú orðin venja (að minnsta kosti kveður það
einatt við í sumum blöðunum), að tala um flest, sem
gamallt er, með djúpri fyrirlitningu. Það er sem allt
gamalt sje svo illt og aumt, að eigi verði gjörð nein
breyting svo, að hún sje eigi til batnaðar. Fyrir því
verða breytingar hjer um bil sama sem framfarir. Eg
mun að vísu vera apturliáldsmaður og apturfaramaður,
enda tel jeg eigi allar breytingar til batnaðar.
Enginn getur neitað því, að margt hefur breytzt
til batnaðar á seinni tímum. Ef vjer værum allt í einu
horfnir inn á 17. öld, þá mundi oss koma margt und-
arlega fyrir sjónir. Lifnaður manna og hugsunarháttur,