Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 8
4
víst mjög mikið vafamál, þótt margir hafi það fyrir
satt, að þjóðiu liafi aldrei staðið á svo hái stigi sem nú
Það þarf mjög margt að athuga til þess að geta kveð-
ið upp dóm um þetta efni, og allt er það umfangsmik-
ið og vandasamt. Jeg mun og eigi fara mikið út í þá
sálma. Jeg ætla sjerstaklega að tala um eitt atriði af
mörgum, eu það eru atvinnuvegirnir. Hagur lands-
manna og atvinna hefur löngum verið með litlum blóma,
og svo er enn. Því verður eigi neitað, að landsfólkið er
fátækt og á við þröngau kost að búa.
Ef G-uðmundur ríki, Giestur Oddleifsson eða Njáll,
eða einhver spakur fornaldarmaður mætti líta upp úr
gröf sinni, og kynna sjer lífið í landinu svo sem það
er nú, hversu mundi honum koma það fyrir sjónir?
Hann sæi miklar og margar breytingar. Hann
sæi að landsfóikið hefði mörg þægindi, er eigi þekktust
á hans dögum. Hann mundi sjá, að húsakynnin eru
að ýmsu leyti þægilegri en þau voru á hans dögum,
þótt þau sje minni og fátæklegri. Hann mundi taka
eptir því, að langeldarnir eru horfnir úr húsunum, en
víða eru komnir ofnar í þeirra stað. Hann mundi eigi
kannast við kaffiketilinn á hlóðunum. Og ef hann kæmi
til einhvers stórhöfðingja, og sæi „eldamasMnunau í
„kokkliúsinuu, þá mundi honum finnast mikið um, og
þykja sú smíð furðu hagleg og merkileg, og slíkir menn
miklir fyrir sjer, er svo ágæta gripi eiga. Undarlega
mundi honum og koma það fyrir sjónir, er hann sæi
menn taka upp tóbaksbaukinn eða kveikja í pípunni.
Eigi mundi hann kannast við brennivínskútinn eða bjór-
flöskurnar. Mjöður og munngát er tíðkaðist á hans
dögum var „ónýtt gutl“. Það mundi liann sjá í ritum
nútíðarmanna, að þessi kraptmikli krúsarlögur nútímans
er kallaður ,J?jöðdrykkuru og jafnvel „þjóðfrelsisdrykkurlt,