Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 9
5
og er þar svo að orði kveðið, að bjórinn „gangi landið
rúnt, aftappaðnr eptir kúnstarinnar reglumlí, til að svala
þyrstum sálum; má þar lesa mörg hjartnæm orð um
ágæti þessa drykkjar. Ef fornaldarmaðurinn kæmi inn
til bóksalanna, og sæi hvað þeir hefðu á boðstólum, þá
mundi undrun hans verða meiri en nokkru sinni áður.
Ef hann svo mætti póstinum norður á Holtavörðuheiði,
eða einhversstaðar langt uppi í sveit, með 6 eða 7 hesta
í taumi, og svo fengi hann að skygnast niður í kofíort-
in, og sjá hvað pósturinn hefur með að fara, þá mundi
hann verða „alveg hissau, og mikið mundi honum
finnast um allt þetta. Svo færi hann að lesa blöðin.
Setjum svo að hann „kæmist í Fjallkonuna“. „Þat
veit trúa mín at þetta mun vera mikill fróðleikr", mundi
hann segja. Maður guðs og lifandi! Slíkt hafði aldrei
lieyrzt eða sjezt á hans heimili. Þá mundi honum og
þykja mikils um vert að sjá alla skólana, og kynna sjer
það sem þar fer fram. Það er eigi unnt á það að gizka
hvað honum mundi verða að orði, er hann liefði sjeð
allt þetta, en undarlegir mundu honum þykja nútíðar-
menn vera, og eigi trútt um, að „þeir fari með vælum
og fjölkynngi".
Fornaldarmaðurinn mundi komast að raun um, að
þarfirnar eru miklu fleiri nú en þær voru á hans dög-
um, og það mundi hann skjótt sjá, að margt af því, er
nú tíðkast en eigi þekkist í fornöld, er liarla nytsamt
og mikilsvert, en eigi allt.
Það mundi fornaldarinanninum þykja undarlegt, að
svo mjög sem flest hefur breytzt, þá eru atvinnuveg-
irnir sjálfir mjög líkir því sem þeir voru í fornöld. Að
vísu eru fiskiveiðarnar mjög á annan veg, og þær
hafa tekið miklum framförum, en landbúnaðurinn, sem
er höfuðatvinnuvegur landsmanna, er mjög likur því