Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 10
6
sem hann var, og varla mundi fornaldarmaðurinn mega
sjá, að hann standi með meira blóma nú en á hans
dögum.
Landbúnaðurinn er stundaður að mestu á sama liátt
sem í fornöld. Engjar og tún eru slegin likt og þá, og
heyskapurinn stundaður að mestu á sama hátt sem þá.
Áhöld eru enn flest hin sömu sem þá. Pó hefur lagst
niður að nota sleða og vögur við heyflutning. Engja-
rækt og túnarækt mun varla standa framar nú en í
fornöld. Engjar eru sumstaðar nokkuð bættar með
framræslu og vatnsveitingum, en vatnsveitingar stund-
uðu fornmenn einnig nokkuð, þótt það legðist niður
seinna. Það sýnist jafnvel svo sem fornmenn hafi metið
það mikils, að geta haft vatn til áveitu, því lögin gera
ráð fyrir ágreiningi um vatn til áveitu úr merkjalæk:
„Ef men eigo merke votn saman. oc vill aNar tueoe
veita vatne því a enge sitt. eða acr sín"1 o. s. frv. í
Landnámu er þess getið, að Ljótur hinn spaki á Ingjalds-
sandi (Sæbóli) seldi Grími á Brekku, nágranna sínum,
læk, er fjell meðal landa þeirra, en Grrímur veitti lækn-
um á engjar sínar.2 Jarðræktin nú á tímum er nálega
eingöngu í því falin, að færa áburð á túnin. Það gerðu
fornmenn einnig, og eigi er það líklegt, að þeir hafi
farið öllu ver með áburðinn en nú er gert, enda er
varla unnt að fara ver með hann en almennt er gert nú.
Töðurækt hlýtur að hafa verið miklu meiri í fornöld en
nú, af því að nautpeningurinn var miklu fleiri. Túnrækt,
og nautpeningsrækt hjer i landi hljóta ávallt að haldast
nokkuð í hendur. Nú á tímum er nokkuð unnið að
túnasljettun, en það mun eigi hafa þekkst í fornöld.
') GrágAs (St.hólsbók) Kh. 1879, hls. 470. í sömu bók, bls. 464
er einnig talað um vatnsveitingar.
a) Landnáma, Rvík 1891 107. bls.