Búnaðarrit - 01.01.1893, Blaðsíða 13
9
lauhagarður hafi verið almennt nafn á matjurtagarði,
svo sem kálgarður er nú, af því að laukur mun liafa verið
hin algengasta matjurt í görðum, svo sem kál er nú
hjer á landi. í fornum ritum er og gert ráð fyrir því,
að fleira vaxi i laukagörðum en laukar einir. í Bragða-
Mágus sögu er talað um epli í laukagarði1 2 *. Svo er að
sjá, sem það liafi verið laukar, hvannir og kál, er tíð-
ast var ræktað í görðum á Norðurlöndum í fornöld. í
Bjarkeyjarrjetti er lögð hegning við, „ef maðr gengr í
garð manns, ok stelr káli eða hvönn eða laukum112.
Hvanngarður er nefndur í Frostuþingslögum. Kál kem-
ur fyrir sem auknefni í Noregi, Ögmundur kál8 og Grim-
ur kál4 *. Kál er og nefnt í nokkrum öðrum stöðum í
fornritunum6. Það er víst, að garðyrkja var talsvert
stunduð í Noregi í fornöld, og því er eigi ólíklegt að
íslendingar hafi haft þann sið út hingað, og laukagarð-
ar hafi eigi verið mjög fágætir hjer í landi, þar sem
einkum hafi verið ræktaðir laukar, hvannir og kál. E»ó
má telja það víst, að garðyrkja hafi verið lítil í fornöld
hjer í landi og miklu minni en nú.
Akuryrkja var stunduð nokkuð í fornöld; hún tíðk-
aðist um allt land, og lagðist eigi niður með öllu fyr
en um 1400. Lítil sýnist þó akuryrkjan að liafa verið
um miðbik 14. aldar, eptir því sem Arngrimur ábóti
segir í „prologus“ Gruðmundar sögu: „Korn vex i fám
stöðum sunnanlands, ok eigi nema bygg“. Það má telja
víst, að akuryrkja hafi aldrei verið arðsöm hjer á landi,
’) Bragða-Mágus saga, Khöfn 1858, bls. 171.
2) Norgos gamle Love I, 326.
8) Diplomatarium Norvegicum IV, Nr. 528.
4) Jarðabók Eysteins biskups (um 1400). Chria 1874, bls. 241.
r0 Grettis saga Kböfu 1853 bls. 168. Biskupa sögur I. 717.
Fornmannasögur IV, 291.