Búnaðarrit - 01.01.1893, Qupperneq 15
11
Magnús sýslumaður Ketilsson, Sigurður landþingisskrif-
ari, Skúli Magnússon landfógeti o. fl. Þessi nýja jarð-
ræktarkenning fór að miklu leyti í öfuga stefnu, af því
að liún laut að mestu að öðru en grasræktinni. Að
vísu var um það talað, að nauðsyn bæri til að leggja
meiri stund á að rækta tún og engjar en gert hafði ver-
ið, en mest var þó talað um hitt, að landsmenn ættu að
leggja stund á matjurtarækt og kornyrkju. Þessi nýja
umbótahreyfing hafði þau áhrif, að ýmsir fóru að leggja
nokkra stund á garðrækt, og sumir fóru að reyna að
rækta korn. Síðan hefur garðræktin haldizt við og auk-
izt allmikið, þótt hún liafi aldrei verið neinn verulegur
atvinnuvegur hjer í landi, og geti aldrei orðið það.
Árið 1752 voru sendir hingað 15 bændur józkir og
norskir; komu þeir hingað með skuldalið sitt, og áttu
að kenna íslendingum jarðyrkju, einkum kornyrkju1.
Hafði Friðrik konungur 5. lagt allmikið fje til þess, svo
sem til ýmsra umbóta lijer í landi. Þessir bændur komu
hingað með plóga, vagna og ýmisleg jarðyrkjuverkfæri.
Þeir voru síðan látnir gera tilraunir með nokkrar sáð-
tegundir á ýmsum stöðum, svo sem á Hlíðarenda hjá
Sigurði landþingisskrifara, á Móeiðarhvoli hjá Þorsteini
sýslumanni Magnússyui, í Hjálmholti hjá Brynjólfi sýslu-
manni Sigurðssyni, í Viðey hjá Skúla landfógeta, og í
Reykjavík. í Húnavatnssýslu voru slíkar tilraunir gerð-
ar á fjórum jörðum: á Þingeyrum, hjá Bjarna sýslu-
manni Halldórssyni, og í Ási, Marðarnúpi og Víðidals-
tungu, er allar voru fengnar józkum bændum til ábúðar.
Slíkar tilraunar voru og gerðar á Miklabæ, hjá Þor-
valdi presti Gottskálkssyni, og á Hólum i Hjaltadal;
mun Jón prófastur Magnússon, er þá var officialis, hafa
J) B. Ólafsson og B. Pálsson: Reise igennem ísland U, 947.
J. Esp. Árb. X, 30.