Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 17
13
fyr en farið verður að stunda grasræktina og landbún-
aðinu í lieild sinni með kunnáttu og dugnaði, og áþreif-
auleg reynsla leiðir það berlega í ljós, að þessi vantrú
er ástæðulaus með öllu.
Svo sem jarðræktin er enn á sama stigi sem hún
var i fornöld, svo er og kvikfjárrækt landsmanna lík
því sem hún hefur verið frá öndverðu. Nautpeningur
og sauðfje hefur ávallt verið aðalkvikfjenaður lands-
manna. Auk þessara húsdýra höfðu fornmenn einnig
svín, geitfje, gæsir og hæns, en það lagðist brátt niður
að mestu; reynslan mun hafa sýnt landsmönnum það
fljótt, að eigi er jafn hagkvæmt og arðsamt að hafa
þessi húsdýr hjer á Iandi sem kýr og sauðfje. Meðferð
á kvikfjenaði er nokkru betri en hún hefur verið á fyrri
tímum; einkum er munurinn mikill þá er um kýrnar er
að ræða, enda mjólka þær nú miklu betur en áður.
Þessar umbætur á meðferð kvikfjenaðarins eru veru-
legar framfarir, þótt enn sje langt frá því að meðferðin
sje góð, allra sizt á sauðfje og hrossum. Méðferð kvik-
fjenaðarins mun heldur eigi vera svo miklu betri nú en
hún var í fornöld sem margir ætla. Vjer berum með-
ferð kvikfjenaðarins nú á tímum helzt saman við þá með-
ferð, er tíðkaðist á kvikfje á síðara hluta 18. aldar og
fyrra hluta þessarar aldar, fyrir því að vjer þekkjum
þann tíma miklu betur en löngu liðnar aldir. Það er
margt, sem bendir til þess, að meðferð á kvikfje hafi
aldrei verið svo ill sem hún var orðin á síðara hluta
18. aldar, og fyrra hluta þessarar aldar. Þá var það
mjög títt á suðurlandi, að engin hús voru til fyrir full-
orðið fje nema fjárborgir; þar var fjenu hleypt inn í
stórhríðum. Þá er langvinnar hagleysur gengu, og ber-
sýnilegt var, að fjeð mundi deyja úr hungri, væri því
engin björg veitt, var því gefið hey einhversstaðar úti