Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 20
16
arið, fór Blund-Kitill til allra landseta sinna, og sagði
fyrir, hversu miklu þeir skyldu slátra af fjenaði sínum.1
Það má og sjá hve mikla fyrirhyggju fornmenn töldu
nauðsynlega við heyásetningu á fyrirmælunum í Jónsbók
um „heykaup“; þar er hverjum bónda gert að skyldu
að selja hey í heyleysistíð, ef hann á hey aflögu, en
þá skal fyrst ætla „hrossum bónda traðgjöf til sumars,
sauðfje ok geitum til fardaga, mjólkurkúm til þings.“2 *
Þá er BIund-Ketill ætlar fje Hænsa-Þóris fóður, þá er
auðsætt, að honum þykir eigi næg fyrirhyggja nema fje
hans sje ætluð gjöf til alþingis.8 En hvað sem þessu
líður, þá er það víst að meðferð á kúm er betri nú en
hún hefur verið nokkru sinni áður, og meðferð sauð-
fjenaðar einnig í sumum hjeruðum landsins.
Nú á tímum láta bændur sjer mest annt um það
að koma upp mörgu sauðfje, en hirða minna um að
eiga margar kýr. Á fyrri tímum var þetta allt á ann-
an veg. Þá kostuðu bændur mest kapps um að eiga
margar kýr, og höfðu auk þess mikið af geldneytum;
voru þau optast látin verða gömul, og eigi slátrað fyr
en þau voru orðin 8 eða 9 vetra. Slík nautaeign er nú
lögð niður fyrir löngu síðan. Kúm hefur einnig stöðugt
fækkað á síðari tímum, en sauðfje fjölgað. Það er auð-
sætt hversvegna svo hefur farið. Svo sem verzlun við
útlendar þjóðir hefur orðið greiðari og betri, svo hefur
og hvötin orðið meiri til þess að afla sem mestrar verzl-
unarvöru. Nú er sauðfjenaður betur fallinn til að gefa
eigandanum verzlunarvöru en kýrnar, eptir því sem
högum er háttað hjer á landi, og því hefur sauðfjeð
aukizt en kúnum fækkað. Þetta hetur orðið þrátt fyrir
1) Hænsa-Dóris saga 4. kap.
2) Jónsbók, landsleigubálkur 12. kap.
a) Hænsa-Dóris saga 6. kap.