Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 21
17
mótspyrnu margra góðra búmanna, því sú kenning hefir
haldizt frá gömlum tímum, að minnsta kosti til skamms
tírna, að hagkvæmast sje fyrir bóndann, að leggja sem
mesta stuud á kúaeignina, eu hirða minna um að hafa
mikinn sauðfjenað.1 Það er og án efa rjett, að hver bóndi
ætti að láta sjer mest annt um það, að hafa svo margar
kýr, að hann hafi nóga mjólk fyrir heimafólk sitt. En
þá er um hitt er að ræða, að afla verzlunarvöru, hlýtur
sauðfjeð að • vera ábatavænna en kýrnar. Hins vegar
þarf sauðfjáreignin alls eigi að standa í vegi fyrir kúa-
eigninni svo teljanda sje. Sá sem fækkar kúm sínum,
getur eigi til lengdar haft fleira sauðfje en áður fyrir
þá sök, að hann fækkaði kúnum. Taðan minnkar svo
sem kúnum fækkar. Eptir fá ár verður euginn fjen-
aður fóðraður í staðinn fyrir það, þótt einni kú sje
færra en áður, fyrir því að taðan er þá orðin einu kýr-
fóðri minni en áður. Afleiðingin af kúafækkuninni er
því alls eigi sú, að jörðin geti framfleytt þeim mun
meira af öðrum fjenaði, heldur heflr það eitt af hlotizt,
að jörðin gefur einu kýrfóðri minna af sjer en áður; —
hún hefir spillzt, og er minna verð en áður.
*) Til er kvæði annað tveggja frá síðara hluta 18. aldar, eða
fyrra hluta jiessarar aldar, þar sem bóndi einn er Iátinn segja frá
húskap sínum; or þar mjög hæðst að búskaparreglum hans. Þar
eru þessi eriudi:
Bg vil, karl minn, aldrei, karl minn,
eiga margar kýr.
Þú mátt, karl minn, þar af, karl minn,
þekkja að jeg er skýr.
Sauðunum, karl minn, safna eg, karl minn,
sem eg á haustin skor.
Tólknum, karl minn, treð eg, karl minn,
i tunnurnar hjá mjer.
Búnaðarrit. VII.
2