Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 22
18
Efnahagur manna hjer á landi hefir sjaldan staðið með
miklum blóma. Landsmenn hafa opt átt við lítinn kost
og þröngan að búa. Fátæktin hefir optast verið þeirra
fylgikona. Snemmindis er farið að greina ísland frá
öðrum löndum með því að kalla það „þetta fátœkn land“,
eða öðrum slíkum nöfnum. Eigi er fýsilegt að búa á
íslandi eptir því sem Arngrímur ábóti Iýsir því um
miðja 14. öld. Hann segir, að í því sýnist berlega, hve
ótakmörkuð sje miskunn guðs, að hún skuli einnig ná
til íslands, er svo sje fátækt og afskekt.1 Þótt hagur
landsmanna hafi opt verið erfiður, og aldrei hafi verið
mikill auður í landinu, þá hefir mönnum samt liðið hjer
allvel á sumum tímum, og efnahagur þeirra verið sæmi-
legur.
Vjer færum mjög vilt, ef vjer ætluðum að efnahagur
manna væri betri nú en nokkru sinni áður, enda er
langt frá því, að hann sje góður nú. Þær eignir sem
til eru í landinu, eru búin, svo lítil sem þau eru, og
búsáhöld fátækleg og lítils virði, og jarðirnar í níðslu
og niðurlægingu. Þó er þetta eigi óskert eign lands-
manna, því skuldirnar eru margfalt meiri en nokkru
sinni áður, og eitthvað þarf til að vega móti þeim. Að
vísu eiga landsmenn nokkra peninga í sjóðum, en það
er þó eigi meira en fyrir nokkrum hluta af skuldunum.
Það er eigi auðvelt að bera saman efnahag lands-
manna nú, og efnahag þeirra fyr á tímum, og leggja
1) Arngrímur ábóti endar lýsingu sína á landinu með þeBSum
orðum: „Pyrir Jiá skynsemd höfum vér nokkut greint af pessu fá-
tœka landi, at ef þessi frásögn verðr í fjarska lesin, lofist þvi fram-
arr várs herra nafn, er engan jarðar enda firrir sinni miskun, Bem
þá sýndist enn, er hann gaf greindum útskaga svá ríkan gimstein,
sem heilög ván diktar, at Guðmundr hinn góði sé i hans konung-
ligri höll at eilífu". Biskupa s. II, 6.