Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 23
19
skýlausan dóm á það, hve miklu betri eða lakari hann
er nú en á einhverjum öðrum tíma, svo sem 12., 15.
eða 17. öld, því allar frásagnir, er slíkir dómar liljóta
að styðjast við, eru í mjög miklum molum; en nokkuð
má þó ráða í það, hversu ihagur landsmanna hefir verið
á ýmsum tímum
Pað er svo að sjá, sem efnahagur landsmanna í
fornöld hafi verið allgóður. Bændur höfðu þá miklu
meira kvikfjenað en nú tíðkast, en einkum hefir þó
nautgripaeignin verið miklu meiri en nú. Það er að
vísu eigi nema á nokkrum búum, sem sögurnar gefa
beudingu um hve mikill kvikfjenaðurinn liafi verið, en
allir þeir staðir bera vott um miklu meiri nautgripaeign
en nú tíðkast. G-uðmundur ríki hafði 120 kýr, enda
var hann einhver auðugasti maður landsins.1 Á Sæbóli
í Haukadal í Dýrafirði voru 60 kýr í fjósi.2 3 Þá er
Hörður Q-rímkelsson byrjaði búskap á Breiðabólstað
fjekk Torfi Valbrandsson honum 30 kýr, og annað er
hann þurfti til búsins.8 Þá höfðu bændur og mörg
geldneyti; voru þau alin bæði til slátrunar og til
vinnu. Uxar voru látnir draga plóg (arðuruxar), og svo
sýnist, sem það hafi optar verið uxar en hestar, er
beitt var fyrir sleða eða vögur. Þess er getið um
Skallagrím, að hann Ijet reka heim „yxn mjök marga,
er hann ætlaði til höggs;“4 * má af því marka, að nauta-
eign lians hefir eigi verið lítil, er hann ljet slátra mörgum
uxum. Rútur tók 20 naut frá Höskuldi bróður sínum,
og skildi jafnmörg eptir.6 Uxinn góði, er Ólafur pái
*) ísl. fornsögur I, 127.
2) Gísla saga Súrssonar I, Kh. 1849, bls. 29.
3) Harðar saga 20. kap.
4) EgilB saga 38. kap.
6) Laxdæla 19. kap.
2*
i