Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 25
21
og þó var Bjarni eigi maður auðugur eptir því sem
auðmenn voru, því ofvaxið var honum að gjalda „sex
tigu hundraða“, auk þessa fjenaðar, er Þorgils tók af
honum.1 Eyjólfur Þormóðsson gaf Bjarna Þorsteinssyni
60 geldinga til sátta, er hann hafði lostið Bjarna óvilj-
andi, og lítur svo út, sem Eyjólfur liafi gefið sauðina
úr búi föður síns. Varla munu þetta hafa verið allir
sauðir þeirra feðga, enda má ráða það af frásögninni
um það, er sauðirnir voru dregnir út úr rjettinni um
haustið, að svo muni eigi hafa verið.2 Ólafur Hávarðs-
son fann 60 sauði, er Þorbjörn Þjóðreksson vantaði af
fjalli; má ætla að Þorbjörn hafi átt marga sauði alls,
er hann vantaði 60 sauði af fjalli.* * 8 Að vísu er Hávarð-
ar saga eigi að öllu svo skilrík, að leggja megi fullan
trúnað á frásögn hennar. Mörg dæmi fleiri mætti nefna
úr sögunum, er sýna það, að bændur áttu einnig mikinn
sauðfjenað, þótt sauðfjáreignin hafi eigi verið að sama
skapi mikil sem nautgripaeignin.
Margir ætla að sögurnar gefi ranga hugmynd um
efnahag alþýðu í fornöld; þær tali mest um höfðingjana
og auðmennina, enn af því verði eigi ráðið, hversu hag-
ur alþýðu liafi verið. Margir hafa þá ætlun um forn-
öldina, að höfðingjarnir hafi verið voldugir og auðugir,
en öll alþýða manna hafi lifað við fátækt og vesaldóm.
Þessi ætlun getur þó alls eigi verið rjett. Það má af
ýmsu sjá að efnahagur alþýðu hlýtur að hafa verið all-
góður, og miklu betri en nú á tímum. Vjer höfum viss-
ar frásögur um ýmislegt í háttum og siðum fornmanna,
er svo er vaxið, að það væri með öllu ofvaxið efnum
manna nú á tímum. Bændur urðu að fylgja höfðingja
>) Pióamannasaga, 30. kap.
2) ísl. fornsögur II, 115
8) Ilávarðar saga ísfirðings, 2. kap.