Búnaðarrit - 01.01.1893, Page 26
22
sínum að málnm og veita honum vígsgengi. Þeir fylgdu
honum á almennar samkomur, þá er liann fór stefnu-
farir eða háði fjeránsdóma o. s. frv. Bóndinn mátti bú-
ast við að vera kvaddur til slíkrar farar á hverjum tíma
sem var. Bændur urðu að hýsa höfðingja sína á vetr-
um með mörgum mönnum og hestum; sátu höfðingjar
opt marga daga samfleytt hjá hverjum bónda; þetta má
sjá greinilega af frásögninni um Guðmund ríka. Bænd-
um þótti að visu þungt að liýsa Ghiðmund með öllum
hans flokki, en nú á tímum mundi bændum eigi að eins
veita þetta þungt, heldur vera það ofvaxið með öllu og
langt fram yfir það. Þá var það og siður bænda, að
ríða til alþingis, enda má sjá af sögunum, að þar var
opt mikið fjölmenni saman komið. Það er að vísu langt
frá því, að allir bændur hafi riðið til alþingis á hverju
sumri, en úr öllum hjeruðum landsins fóru þó margir,
og stundum jafnvel allur þorri bænda. Fjölmennt var
þingið 1120, þá er þeir deildu Hafliði Másson og Þor-
gils Oddason, því að Kristni saga segir, að þá liafi riðið
„drjúgum hverr bóndi til þings er þá var á ís-
landi.1'1 Heldri bændur höfðu með sjer syni sína og
dætur, frændur og vildarmenn. Af þessu má sjá að
bændur hafa opt verið burtu vikum saman frá heimili
sínu um mitt sumarið — „hábjargræðistímann11, — og
voru stundum við þriðja mann eða fjórða, og þaðan af
fleiri. Þetta er svo langt fram yfir það er bændur
mundu hafa efni til nú á tímum, að eigi verður talað
um nokkurn samjöfnuð. Það getur eigi verið nokkrum j
vafa bundið, að efnahagur alþýðu í fornöld liafi verið
miklu betri en nú á tímum.
Slíkur var hagur landsmanna á sjálfstjórnartímanum.
‘) Biskupasögur I, 31.