Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 27
23
Það má þó telja víst, að efnahag manna hafi hnignað
að miklum mun á Sturlungaöldinni, í ófriði þeim hinum
mikla, er þá geisaði. Ýmsir höfðingjar höfðu þó mjög
stór bú á þeim tíma. Svo sem dæmi þess má nefna
það, að 120 naut fjelln fyrir Snorra Sturlusyni á búi
hans í Svignaskarði veturinn 1226.1 Þá er Þorgils
skarði gerði bú að Stað á Ölduhrygg (Staðarstað), er
þess getið, að þar hafi verið „fjórir tigir kúa og hundr-
að (o: 120) ásauðar.1*2 Þetta geta þó eigi heitið mjög
margar ær hjá slíkum höfðingja sem Þorgils var; sýnir
þetta enn, að sauðfjárfjöldinn var venjulega eigi mjög
mikill og aldrei að sama skapi sem nautpeningsfjöldinn.
Þá er Sæmundur Ormsson háði fjeránsdóminn á Kirkju-
bæ, þá var öllu fje skipt í helminga með þeim hjónum
Ögmundi Helgasyni og Steinunni Jónsdóttur; var þá
fyrst tekið frá það er staðurinn átti, og allt það fje,
sem Steinunn „kallaðí sjer, ok þar með þat fé sem Ög-
mundr hafði gefit henni“. Helminginn af þeim Iifandi
fjenaði, er þá var eptir, (o: skiptahluta Ögmundar) tók
Sæmundur, og er sagt að hann hafi rekið burt: „þrjá
tigi kúa, ok tólf kúgildi ungra geldneyta, fjóra arðr-
eyxn, hundrat (o: 120) ásauðar, fimm tigir geldinga,
sjau tigir vetrgamalla sauða, hross tuttugu, liálfr þriðe
tögr svína, fimm tigir heimgása.“8 Af þessu er auðsætt,
að allt búið á Kirkjubæ hefur verið afarstórt.
Það er margt, sem ber Ijósan vott þess, að hag al-
þýðu er farið að hnigna til stórra muna á 14. öldinni.
Þá er mjög opt talað um fjenaðarfelli og manndauða af
hallæri, en það sýnir bezt að alþýða hefur verið fátæk-
ari og dugminni en áður og þolað minua. Verzlunin
]) Sturl. Oxf. I, 275.
s) Saraa bók, II, 144.
3) Sturl. Oxf. II, 91—92.