Búnaðarrit - 01.01.1893, Side 29
26
fjenaðar 48 nautgripir, að því er síra Jón Halldórsson
segir, en 34 að því er Espólín segir.1 2 Þá áttu og
kirkjurnar mikinn fjölda kvikfjenaðar, og mætti ætla af
því, að mjög stór bú hafi verið á kirkjustöðunum, en
það mun hafa verið orðið títt þá, að allmikið af kvikfje
kirkjunnar væri á leigu, einkum hjá landsetum hennar,
en engin föst jarðarkúgildi voru þá til, svo sem síðar
varð*.
Auk þess sem nokkrir stórauðugir menn voru í land-
inu á 15. öld, var og efnahagur alþýðu allgóður, og
miklu betri en á 14. öld; má sjá það af ýmsu, og eink-
um af því, að þá er mjög lítið talað um hallæri. Þá
er vesaldómurinn og fátæktin er sem mest, þá er nálega
ávallt hallæri og vandræði, fyrir því að þá þola menn
svo Iítið, og allt lendir í vandræðum og úrræðaleysi
liversu lítið sem út af ber.
Allan fyrra hluta 16. aldarinnar sýnist svo sem
efnahagur alþýðu hafi verið mjög góður, eptir því sem
hann hefur nokkru sinni verið hjer á landi. Eigi hefur
hagur G-rímsnesinga staðið mjög illa fyrir 1525 eptir
því sem síra Jón Egilsson segir í annálum sínum: „Þá
datum var 1525, þá kom svo mikill fellivetur, að Gríms-
nes liefur aldrei náð sjer aptur síðan, að sögn síra Ein-
ars. Um haustið fyrir voru tveir fátækastir í öllu Gríms-
nesi, sem áttu til fjórtán hundraða, og þeim voru tíund-
ir lagðar; þá var ekkert það kot, sem ekki var á jc
(o: 120)fjár, sumstaðar ijc (o: 240) og enn iijc (o: 360)
eður meira“3. Það voru að eins tveir fátækustu bænd-
1) Tímarit hins ísl. bókmf. II, 71. og Árb. II, 86.
2) Bptir að föst jarðarkúgildi urðu til, greindist kvikfjenaður
kirknanna í jarðarkúgildi á kirkjujörðunum og staðnum, og svo
kvikfjenað, sem fylgdi staðnum eða preBtakallinu (inventarii-pening).
3) Safn til sögu ísl. I, 64.