Búnaðarrit - 01.01.1893, Síða 30
26
urnir í Grímsnesi, sem eigi áttu meira en 14 hundruð
og með þeim var fátækra-tíundunni skipt; mundu þetta
þó eigi vera taldir neinir fátæklingar nú. Mundu og
eigi þær sveitir vera fáar nú, að þar sje ekkert kot svo,
að eigi sje þar minna en 120 fjár, eða þær sveitir, þar
sem tveir fátækustu bændurnir eiga 14 hundruð, en hin-
ir allir meira? Slíkur búskapur ber svo langt af því,
er nú tíðkast, að þar er enginn samjöfnuður á. Þessi
frásögn getur þó varla verið mjög orðum aukin, þar sem
síra Jón hefur svo skilríkan heimildarmann. Það mætti
nefna margt, ef rúmið leyfði, sem sýnir það berlega, að
efnahagur manna hefur eigi staðið með litlum blóma á
fyrra hluta 16. aldar. Búskapurinn var þá enn líkur
því sem verið hafði til forna1, og hugsunarhátturinn var
enn að mörgu líkur því sem í fornöld. Enn var mikið
eptir af dáð og dug fornaldarinnar. Útlent vald hafði
enn eigi beygt eða bugað kjark og dug landsmanna til
stórra muna, og klerkavaldið eigi heldur, enda leiddi
það gott af klerkavaldinu, að það hjelt ofsa veraldlegu
höfðingjanna í skefjum, og var að ýmsu leyti nauðsyn-
legt, eptir því sem aldarhátturinn var á þeim tímum.
Að minni ætlun fella margir nútíðarmenn allt of þung-
an dóm á kaþólsku klerkana hjer á landi. Eptir að
danska konungsvaldið tók algerlega í taumana um miðja
16. öld, eptir það fer dáð og dug landsmanna fyrst að
hnigna stórum. Kúgun ánauð og ófrelsi verður nú hlut-
1) Þá höfðu bændur stór kúabú, og enn var titt að hafa all-
mikið af geldneytum; hjclzt það og við fram undir lok 16. aldar,
en fór síðan Bmámsaman minnkandi. 1683 áttu kirkjurnar allmikið
af goldneytum auk annars kvikfjenaðar, að því er talið or í skrá
sem gerð er það ár yfir alla kirkjustaði og eignir kirknanna í Skál-
hoItsbÍBkupsdæmi; má af þessu og ýmsu fleiru sjá, að cnn var titt
að hafa allmikið af geldneytum. Skrá þessi er aptan viö Gíslamál-
daga í Yilkinsbók.